Migvantar að vita hvernig multiport innspýting virkar og hvort bensínið sé einhver smurning fyrir sprengirýmið.
Forvitnin er sú hvort bensínið sé með einhverjum þrýstingi inn á spíssana.

Mótorinn hjá mér er þannig að það er stórt rör sem liggur yfir soggreinina með 4 litlum spíssum, 1 f hvern cyl. Á endanum eru rafmagnslokar sem stýra bensíninu inn á slagrýmið á réttum tíma sem kveikjan og I-TEC tölvan stjórna í sameiningu.

Spurningin er sú hvort væri hægt að skipta um eldsneyti yfir í metan gas án þess að breyta nokkru. þá gæti ég notað vélina bæði á gasi og bensíni. Best væri að geta skipt um miðil án þess að drepa á vélinni. Gasið er með ca 2 kílóa þrýstingi en ég veit ekki hvort blandan eigi að vera svipuð og á bensíninu.
Sömuleiðis vantar mig að vita hvort bensínið fari eitthvað um innspýtinguna sjálfa annað en eftir spíssunum.

Ef einhver veit eitthvað um MPI innspýtingar eða metangas væri gaman að fá einhverjar upplýsingar bara til að sjá hvort þetta sé möguleiki.

Kv Isan