Er að búinn að vera að velta aðeins fyrir mér Peugeot 406 Coupe og langar endilega að heyra hvað þið hafið að segja um hann.

Vantar ekki stats um bílinn heldur frekar að heyra í þeim sem hafa reynslu af þeim eða prófað að keyra þá. Einnig að pæla hvort það hefðu verið fluttir inn einhverjir V6 bílar - sýnist þetta vera 4 cyl bílar sem eru á bílasölunum og skv. þeim review'um sem ég hef verið að lesa fær V6 bíllinn mun betri einkunn.

Með fyrirfram þökk, thisman.

P.S. - ef þið eruð með einhverjar dúndurhugmyndir um bíl á bilinu 1 - 1,5 milljón sem hægt að redda bílaláni að stórum hluta á þá endilega látið heyra í ykkur. Útskrifast úr skóla næsta vor eftir 17 ára nonstop nám og er ekki að hafa þolinmæði í að safna :) Stefni semsagt á bílakaup næsta sumar og síðan endurnýjun í eitthvað sem mig virkilega langar í sumarið eftir.