VW gæði???

Ég fór með VW Golf sem systir mín á í skoðun í gær. Þetta er 1999 árgerð, Comfortline 1600 ekinn 69.000 km. Ég hef alltaf verið soldið hrifinn af þessum Golfum, sérstaklega innréttingunni sem er vönduð og massív. Svo er líka gott að keyra hann. En svo fór ég með Golfinn í sína fyrstu skoðun þar sem þetta er 1999 árgerð. Mér brá þegar þegar skoðunarkallinn kom á bílnum með skærgrænan Endurskoðun-12 límmiða. Það sem var að: Framhjólalega, e-r stýrisendi og svo gerð alvarleg athugasemd við ljósabúnað bílsins. Mér finnst þetta svona fullmikið miðað við nýlegan bíl. Og í sambandi við ljósin, þá er alltaf einhver draugur í rafkerfinu á honum. Hann sprengir afturljósaperur, mælaborðsljósin detta inn og út eftir hentugleika og efra bremsuljósið logar stundum stöðugt. Svo er systir mín mjög blönk um þessar mundir og hefur ekki efni á því að fara með hann í Heklu og láta laga þetta.

Nú er ég enginn Toyotu-aðdáandi, en systir mín átti á undan Golfinum Corollu 93 sem var ekin 180.000 km þegar hún seldi hana og hafði ekki slegið feilpúst. Frændi minn á Carinu 1600 sem er ekin tæp 240.000 km og var að renna í gegnum skoðun.

Mér finnst þetta frekar fúlt, sérstaklega sem Golfinn er frekar dýr, en maður er allavega ekki að borga fyrir gæði.