Þið bílafólk gætuð kannski ráðlagt mér smá. Málið er að ég á Impresu Wagon LX 1600,árg. 97 og ekin 127 þús. Fínn bíll…..myndi samt frekar vilja eiga túrbóinn…..þessi er svona frekar hrár greiið. Svo á ég Accent sedan 1300, árg 96…man ekki alveg hvað hann er ekinn,eitthvað í kringum 100 þús, sennilega tæpl. Málið er að ég þarf að selja annan bílinn. Impresan er á rúml. 600 þús kr. lánum en accidentinn er skuldlaus. Ég er bara svo óviss hvorn bílinn ég á að selja, hvort sé skynsamlegra að selja impresuna og losna við lánin…..og keyra þá um á druslunni :-), eða selja drusluna og borga inná lánin. Eða bara skipta þeim báðum upp í flottari Impresu :-) (það væri kannski ekki mjög skynsamlegt). Samt freistandi. Hvað mynduð þið segja að væri skynsamlegast…….með tilliti til þess að ég kann ekkert að gera við bíla…..gæti kannski bjargað mér með að skipta um bremsuklossa….en það er þá líka upptalið. Hef smá áhyggjur af því að Accentinn fari að bila, svo er Impresan nú líka mikið keyrð, en hún verður innkölluð og skipt um blokkina í henni, vegna galla. Ég er svona að vona að það lengi líftíman á henni. Annars hefur hún nú aldrei bilað. Bara verið þetta venjulega viðhald.
Jæja nú hætti ég , ef einhver hefur nennt a' lesa svona langt þá er sá hinn sami hetja ;-)
(P.S. Er einhver sem veit hvað svona Accent færi á?)<br><br>Flottust!!!!!!!
Flottust!!!!!!!