Ég var í mestu makindum að keyra vinkonu mína heim rétt rúmlega eitt í nótt. Þegar ég ek yfir ljósin í öskjuhlíðinni þar sem var engin umferð þá lenti ég í þessum bév***** umferðarljósum, sem greinilega tóku mynd af mér með flassi og öllu. Það versta var að ég var ekkert að keyra hratt miðað við aðstæður eða á 90 (og ég náði ekki einu sinni að setja upp myndavélasvipinn).
En allavega þá býst ég við að fá glaðning frá sýslumanni svona rétt um aðfangadag eða svo og að ég þurfi að borga fúlgu fyrir að aka aðeins of hratt meðan verið er að njósna um mann í miðborginni, þetta kemur sér mjög vel svona þegar maður þarf að kaupa pakka og borga skólagjöld og margt fleira.

En allavega þá var ég svona aðallega að pæla hvort einhver vissi hvað þetta “glæpsamlega athæfi” myndi kosta mann.

Kveðja
jollyboy6