Bíllinn er í fínu standi miðað við aldur, hann er óskoðaður eins og er en þær viðgerðir sem þarf að gera á honum til að hann fari í gegnum skoðun eru á handbremsu og benzíntank, hann er tvílitur, blár að ofan og grár að neðan.

Hann er ryðlaus og það er búið að skipta um kúplingu, bremsuklossa, tímareim og fleira…Það fylgja honum góð vetrardekk (hann er á sumardekkjum eins og er), vél og gírkassi eru í fínu lagi þrátt fyrir að hann sé ekinn um 200 þús.

Þetta er gott eintak fyrir þá sem langar í ódýrann en kraftmikinn sportbíl, og enþá betra fyrir þá sem hafa gaman af því að grúska, því mikið er hægt að gera fyrir þessa bíla, bæði fyrir útlit og kraft.

Verðhugmyndir eru um 180 þús.

Áhugasamir geta sent póst til mín á <a href=“mailto:draugsi@simnet.is?subject=Mazda 626 GTi”>Draugsi@simnet.is</A>
<A href="http://fp.image.dk/fpeisl31277/mazda_626.htm">Hérna</A> er mynd af svipuðum bíl, og upplýsingar þessa bíla.<br><br>Kveðja,
Draugsi