Sárt….

Ég klessti bílinn minn og skrifað hér fyrir nokkru um stríð mitt við VÍS að fá bílinn borgaðan út á eðlilegu verði. Eftir mikil leiðindi komumst við að niðurstöðu. En málið er að bíllinn sem ég klessti, Mazda 626 2,0 GLXi árgerð 1994 var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég var búinn að eiga bílinn í 4 ár og hann var ekinn rétt rúmlega 60.000 km. Algjör gullmoli á 17” álfelgum, skyggðum rúðum, leðri, fjarstarti og fleira. Ég var alveg svakalega ánægður með gripinn og þótti bara nokkuð vænt um þennan bíl. En svo lendi ég í því að tjóna hann það mikið að það borgar sig ekki að laga hann.

VÍS kaupir bílinn og býður hann upp og einhver í götunni minni kaupir hann og ætlar greinilega að nota hann í varahluti, og hefur skráð hann ónýtan. Verst af öllu er þó að sá sem keypti hann, algjör draslari, lætur bílinn standa við hliðina á bílskúrnum sínum og er að byrja að rífa hann. En það er svo ótrúlega sárt að horfa á bílinn sinn, í gegnum stofugluggan að verða að engu. Þó bíll sé náttúrlega dauður hlutur þótti mér mikið varið í þessa Mözdu. Þar að auki fæ ég aldrei slíkan gullmola á 645.000 kr einsog VÍS borgaði mér út.

Mazda 626 2,0 ZY***
Fædd 5. júní 1994
Dáin 11. nóvember 2002.



.


<br><br>“Á aðfangadagskvöld, þegar ljósið skin svo skært
settist maður einn við borð og hjarta hans var tært
það er grátleg saga, úrið lentí hans maga
hvað er klukkan Birgir?,
spyr þjóðin og syrgir”
OH.