Mér finnst ég hafa verið snuðaður pínu um daginn.
Ég fór með Galantinn í Vélaland(Þ.Jónsson)uppá höfða, þar sem þeir eru mjög nálægt skólanum.
Þeir skiptu um vökva og síu í sjálfskiptingunni fyrir mig.
Ég keypti Síuna og pakkninguna sjálfur sem kostaði kr. 5,000.

Vélaland rukkaði kr. 24,000. ? ! ? ! ? ! ? !
Ég hlýta að hafa hitt á langan matartíma hjá þeim.
Vökvinn kostaði tæpan 6 þús kall og var innifalin í reikningnum.

Alls var kostnaðurinn við þetta ** 29,000.- **
Pæliði í því að það skuli kosta 29 þús kall að láta gera svona einfaldan hlut.

Það hvarlaði ekki að mér að þetta væri svona dýrt og ég hafði einfaldlega ekki fyrir því þarna og bað um að fá að fara á Galantinum í bankann og sækja pening.
Það var sko af og frá.
Það er kannski skiljanlegt en það að voga sér að rukka svona mikið og ætlast til þess að maður slengi aurunum þegjandi og hljóðalaust á borðið hjá þeim.

Það er töluvert fleira sem ég þarf að láta gera fyrir Galantinn
og ég fer ekki með hann í Vélaland. það er á hreinu.
Menn tapa bara viðskiptum á svona framkomu.