Hvað er málið í dag með að setja græjur í bíla?
Virðist æ algengara að setja sem mest í bílinn og geta spilað hæst! Strákur sem ég þekki er á BMW sem hann er búinn að breyta og setja græjur í, hátalara, bassabox og keilur fyrir 3 milljónir. Til að komu öllu þessu kjaftæði í bílinn þurfti hann að bora fyrir hátölurm og breyta bílnum þokkalega.
Nema hvað að nú er hann að reyna selja bílinn og er búinn að vera með bílinn á sölu í fleiri mánuði af því að hann getur ekki selt bílinn, það vill enginn kaupa hann! Bíllinn var of þungur og þetta var bara of mikið. Bíllinn var þá 6 milljóna króna virði. Hann tók því næst allar græjur úr bílnum og nú er bíllinn eins og gatasigti og eðlilega vill enginn kaupa hann. Hann verður heppinn ef hann fær eitthvað slikk fyrir hann.
Persónulega finnst mér allt í fína að hafa græjur í bílnum svo framarlega að þú sért ekki alveg að fara yfir um.
Hvað er málið!!<br><br>php