Mér datt svolítið í hug þegar ég sá þessa könnun. Ég er núna á mínu öðru ári í umferðinni (fyrst á skellinöðru og núna í æfingarakstri) og það er eitt sem að einkennir íslenska umferð.
Íslendingar kunna ekki þessa reglu “hægri akrein fyrir hægari umferð”. Þetta er ekki mikið kennt í ökuskólum og ég held að ef að það eigi að bæta umferðina hérna þá sé þetta málið til að byrja á. Það er alveg ótrúlegt þegar maður er að keyra á eftir bíl á 70kmh á innstu akrein (lengst til vinstri) í ártúnsbrekkunni og svo skilur fólk ekkert í því þegar maður blikkar eða gefur því smá svip þegar maður keyrir framhjá. <br><br>—————————-

Ég er bara pjakkur, ekki einu sinni með bílpróf, hvað veit ég ;Þ
—————————-