Jæja enn og aftur.. Var að lesa EVO og sá þar greinar um
Máttugar Mercedes bíla… Ég verð að segja það sem hardcore BMW
aðdáandi,,, við erum gjörsamlega jarðaðir í einu og öllu sem við kemur lögmáli Isaac Newton,, þessar nýju línur frá Mercedes
með KOMPRESSOR eða ZWEI ABGAS TURBOLADER eru búnar að marka stefnuna í afli/togi næstu misserin að mínu mati (og eflaust annara) Þetta volduga fyrirtæki er virkilega að gera stórkostlega hluti í vélasmíði sinni. Það er eingu líkt að hægt skula að flengja tveggja tonna þungum hlut frá 0-100 km á undir
5 sec. og með öllum hugsanlegum þægindum meðtalið ,,ekki illa af sér vikið. Ég hef sjálfur keyrt Mercedes C 200 KOMPRESSOR
og var hreint út sagt mjög hrifin af þeim bíl,, Fyrsti Mercedes
með BMW aksturseiginleika ( Ultimate Driving Machine) og virkilega viðunandi afl.
Þó að maður bíði spenntur eftir E-60 M5 þá er það staðreynd
að Daimler-Chrysler er búinn að marka stefnuna í smíði aflmikilla bíla í dýrari kantinum og þá skiptir engu hvort við séum að tala um 2/4/5/6 dyra framleiðslu,
Þetta er eitthvað vont fyrir mína menn……….

Sv.H