Ég er mjög líklega að fara að kaupa mér bíl á næstu dögum en það er eitt sem að mig vantar. Þar sem að bílinn sem að ég er að spá í er 12 ára gamall þá get ég búist við því að þurfa að vinna svoldið í honum og mér dettur ekki í hug að láta einhverja aðra gera við bílinn minn nema þá það sem að ég get ekki gert sjálfur.
Mig vantar verkfæri og ekki lítið af þeim en mér líst frekar illa á að kaupa það sem mig vantar í Bílanaust.

Þannig að spurningin mín er: Er ekki einhver önnur verslun þar sem að ég get fengið allt frá skrúfum og upp í Torque wrench án þess að þurfa að sætta mig við ömurlega þjónust, hátt verð og lítið úrval? Ekki er Bílanaust það besta sem að Ísland hefur upp á að bjóða.

Fenix<br><br>Speed kills, so live longer and drive a Honda!
“If everything seems under control, you're just not going fast enough.”