Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka rúnt í þessu tæki hér um daginn og langaði aðeins að segja frá því.
Við vorum fjórir vaskir drengir sem sátu í bílnum og því næg aukaþyngd!
Mér fannst aðstaða ökumanns mjög fín, sætin voru stíf en héldu manni vel á sínum stað. Ég sat síðar í aftursætinu og fór vel um tvo í því enda ekki gert ráð fyrir fleirum.
Kúpplingin var mjög létt, of létt fyrir minn smekk, en eflaust hentugt ef menn ætla að lána mömmu bílinn! Það var hins vegar merkilega lítið mál að koma aflinu í götuna og bíllinn missti ekkert grip milli gírskiptinga þótt að hann kippti vel í. Ég var mjög óánægður með spólvörnina við þessar aðstæður hún gerði ekkert nema bara kæfa vélina og láta mann líta út eins og algjöran nýgræðing við stýrið, en virkar eflaust ágætlega þegar snjóa tekur og frost myndast á götunum.
Vélin vinnur einstaklega vel sérstaklega miðað við að vera bara 1.6 L og superchargerinn gefur mikið tog á tiltölulega lágum snúning ásamt skemmtilegu væli á háum snúning. Maður fær ekkert spark svipað og með turbo eða v-tech, bara jafnt tog sem helst alveg út snúningsmælinn. Þetta tog á lágum snúning gerir bílinn mjög hentugan og skemmtilegan í borgarakstri.
Við gátum lítið reynt á hámarkshraða bílsins en hann var farinn að linast í um 150 km/h. Enda voru líka ekki aðstæður til að fara mikið hraðar.
Bíllinn sem við fengum hafði lennt í smá óhappi skömmu áður en við fengum hann og hafði aftur fjöðrunin skaddast lítillega, því var ekki tekið mjög á í beygjunum en fjöðrunin var mjög stíf og hentaði mér persónulega vel.
Gírkassinn sem er 6 gíra er hárnákvæmur og stuttur en ég efast um að 6 gírinn geri mikið fyrir mannhér á landi, bíllinn fór í 70 km/h í 1. og rétt yfir 100 km/h í 2.gír, en ekki náðist að kanna hina gírana sökum plássleysis.
Ég sat í 2002 Hondu CTR nýlega og hafði þann akstur mjög í huga þegar í sat sem farþegi í Bini-inum og það skal sagt að CTR étur Bini-inn gjörsamlega lifandi, hröðunin í Hondunni byrjaði ekki að dala fyrr en komið var í 200km/h og það með 5 manns innanborðs og hélt áfram í 250, samkvæmt mælinum. No contest there. Ég held að Bini-inn sé sambærilegri við Clio 172, en á pappírunum eru þeir mjög jafnir.
-Herra Stór!