Sælir bílahugarar góðir…

Ég ætla að koma með smá sögu af Accentinum okkar hér í Suðursveitinni svona í tilefni af neikvæðri umfjöllun sem Hyundai virðist hafa hér á áhugamálinu Bílar..

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum þeir gríðalegu vatnavextir sem hafa verið í ám á Suðausturlandi undanfarið. Svo vill nú til að áin Kolgríma sem reif með sér 100metra kafla af þjóðvegi 1 rennur hérna við bæjardyrnar hjér mér. Það var gríðalegt hlaup í ánni (einsog sjá mátti á myndum í murgnblaðinu og á Rúv) þegar pabbi minn var að koma heim á litla bleika accentinum okkar. En allt í einu losanar undan veginum og bíllinn fer útaf veginum og ofan í ískjökulkalda ánna. Pabbi klöngraðist heim fótgangandi, en mikið átti eftir að hækka í ánni enn. Þegar lögreglan kom á staðinn klukktíma síðar rann áin upp að framrúðu á bílnum og töldu nú margir að bíllin væri handónýtur.. einkum vegna mikils sand og leirburðar í ánni, auk mikill ísjaka sem flutu um í henni. En jæja daginn eftir hafði sjatnað soldið í ánni og ég og pabbi hengdum bílinn aftaní pickann okkar og drösluðum honum heim. Fékk ég leifi til að gramsa í bílnum þar sem pabbi hélt að hann væri handónýtur. Jæja ég skipti um kertin í honum og opnaði loftsíu boxið í honum. Loftsían allveg gegndrepa. Svo skoðaði ég smurninguna á bílnum og ég furðaði mig á því að ekkert vatn virtist vera í henni. Svo að næst þá ákvað ég bara að prófa starta, sumum finnst það kannski svolið græfralegt en ég gerði það nú samt. Og viti menn, ég var varla búinn að snerta lykilinn þegar hann rauk í gangi og ekkert virtist eðlilegra. Var ég að vonum ánægður, því að jú það hefði nú verið skaði ef bíllinn væri ónýtur.

Mikið þarf þó að gera, t.d. er miðstöðin full af sandi og sætin sömuleiðis og allt vélarúmið, maður veit heldur ekkert hvernig bremsuskálarnar eru.

Það sáu jafnvel einhverjir í fréttunum á stöð2 á föstudag, þá sást í bílinn þar sem hann var í kafi..

Billin fékk beiglu á brettið líka, og ljósahlífin brotnaði við það að ísjakar sigldu á hann. En ekki tel ég það mikinn skaða.
Ég set jafnvel mynd af því inn þar sem var í kafi þegar þær koma úr framkötlun.

Ég hafði áður skrifað um það hvað þessi bíll hafi þurt að þola..
“Bíllinn hefur lent í því að elta rollur í blautri grófri möl á fullu og hann hefur þurft að snarbeygja af veginum og útaf eftir annarri rollu og svo framvegis og svo framvegis. Munið eftir rallíinu í fyrra sem var á Höfn í Hornafirði? fyrsta sérleið var ekin í mínu landi og töluðu feðgarnir á Imprezuni að það hafi reynt mjög á bílinn að fara hana. Bleiki Accentinn okkar hefur farið þetta þúsund sinnum en ennþá svínvirkar hann”

Mig langaði einungis að skrifa þessi orð vegna umræðunar um Hyundai, hvort þetta sé algert rusl eða bara fínir einsog margir aðrir bílar.

Mín skoðun og reynsla er sú að þetta er mjög fínir bílar, ekkert síðri en aðrir, og ódýr í þokkabót. Þecci accent og scoupe bíll sem er til hérna hafa reynst mjööög vel.

Takk fyrir mig.
Glory Glory…