Hér kemur smá um uppáhalds bílaframleiðanda mínum….


TVR er að hanna Tamora Coupe (T350C) sem á að koma í
stað gamla Tuscan racernum. Og verður haft mikið í huga að
gera þennan bíl keppnishæfan (hvaða TVR bíll er það ekki?),
Þá getum við búist við sömu línu sexu og í hinum bílunum, því
hefur hún reynst afar vel í keppni, bæði Le mans og British
GT.

En fyrst skulum við renna létt yfir sögu TVR.
1947 smiðaði ungur maður að nafni Trevor Wilkinson(Þar af
TVR, TreVoR. ekki sérlega frumlegt, en hei..) bíl úr áli af grind
Alvis Firebird, fyrsti bíllin með orginal grind var smíðaður 49
með Ford vél. tæpum 10 árum síðar var kominn á markað
Grantura, sem á þeim tímum var léttur, lipur með sterka röra
grind og öfluga vél. og útfrá þessu hafa TVR menn gengið
síðan þá.

Griffith gefin út 63. Þessi bíll var ógnvaldur gagnvart jafnvel AC
Cobra, Ferrari og Jaguar samtímans, Og á viðráðanlegu verði
eins og alltaf.

70’ flytur starfsemin á þann stað sem þeir eru núna(þó að
húsnæðið hafi stækkað) Bristol Avenue. Svo skeður ekkert
sérstakt, þó þeir smíði bíla sem slá út Porsche 911 Turbo..
Peter wheeler tekur við 82’, Það er ekki fyrr en S - serían
kemur út sem eitthvað stórt gerist. Hún hepnast það vel að
sala eykst um nærri helming á einu ári, og svo en meir þegar
Griffith er endurútgefin 90’ (smá trivia; Það var einn Griffith
pantaður á 8 mínutna bili á fyrsta bíla sýningu sem bíllinn var
á. ) Það mætti segja að Chimaeran innsigli velgengni TVR.
Þá erum við víst búnir með sögu kaflann.

Bíllin sem þessi Tamora á að leysa af hólmi er enginn smá
bíll(Reyndar er hann soldið lítill) Tuscan V8, með 5 lítra Rover
vél(Mætti einnig kalla hana Buick) En þessi vél í keppnis
bílum var 450-550 hö. Það var keppt á hundruðum svona
bílum hverra helgi í mörg ár. Það mætti kalla ágætis
prufukeyrslu. Og þetta er bíllin sem Tamora á að koma ístað..
Þá er að vona að hann geti það.

Það sem að mínu mati verður mest spennandi að fylgjast
með er hvaða vél hann fái, Þó að þeir hafa yfir að ráða mjög
öflugru V8 vél sem er þeirri eiginn er líklegt að þeir taki
línu sexuna annaðhvort 4 lítra (370 hö) eða 4.2(440 hö) sem
er að finna í Tuscan R, En það aldrei að vita.. Líklegt er
reyndar að það verði svona Public útgáfa með 3.6 lítra
vélini(350 hö) og svo fyrir þá sem keppa verður eitthvað meira
og betra íboði.
Bíllin verður með skeið að framan og diffuser(eða spoiler) að
aftan til að skapa þrýsting yfir báða öxla.
Núverandi Tamora er með 3.6 og er 1060kg og er því ekki
sem verstur að gera að keppnisbíl. Fyrir utan Coupe bílinn
kemur Targa toppur (T350T)
Svo aftur afhverju hann heitir 350, hef ég ekki hugmynd um….
Ég veit bara að mig hlakkar mikið til að sjá þennan bíl og vona
að hann geti gert það sem Tuscan V8 gat, þó það væri ekki
nema helmingur.

Það var ekki meira í bili, vona að þetta sé þolanlegur lestur.

Kv Dabbi

Heimildir:
TVR.CO.UK
Pistonheads.com
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil