SAAB Sonnet 1-3 Það var fyrst árið 1956 sem SAAB kynnti Sonnet bílinn á bílasýningunni í Stokkhólmi. Bíllinn gekk fyrst um sinn undir nafninu SAAB super sport Sonnet. Þetta var opinn tveggja sæta kappakstursbíll, markmiðið með framleiðslu bílsins var að búa til kappakstursbíl sem væri öðrum bílum sambærilegur á alþjóðlegum kappakstursbrautum.

Vinna að bílnum hófst eftir að alþjóðabílsambandið( International car federation) leyfði að hefðbundum fólksbílum yrði breytt. Einungis voru framleidd 6 eintök af þessum bíl sem var búinn 3 strokka 748cm3 tvígengnisvél sem var 57.5 bhp á 5500 rpm. Þjöppuhlutfallið var 10:1 Hröðunin frá 0-100 var um 12 sek og hámarkshraði var um 210 km/klst. 5 gíra gírkassi,4 áfram og 1 bakkgír;) Bíllinn vó einungis um 500 kg og má því þakka að hann var byggður á álgrind.

SAAB Sonnet II (97)

Hér byrjar örlítill formáli:

Sasons´Catherine var bíllinn sem SAAB hafði hugsað sér að yrði næsti Sonnet. Bíllinn var fyrst til sem persónulegt sportbílaverkefni Sixten Sason. Sason starfaði sjálfstætt en hóf störf hjá SAAB til þess að gera bílinn fjöldaframleiðsluhæfan. Vinna við það hófst í janúar 1963 en í Maí hófst vinna að samsetningu frumeintaksins við “Svenska Järnvagsverkstäderna” verksmiðjurnar í Katrineholm (þaðan er nafnið komið)

Frumeintakið var frumsýnt 24.apríl 1965 í Íþróttamiðstöðinni í Linköping. Akstursprófanir leiddu það í ljós að meiri þróunarvinnu þurfti áður en framleiðsla gæti hafist á meðan á þessu stóð kom fram á sjónarsviðið keppinautur kom fram á sjónarsviðið, MFI13. Samanburður á þessum tveimur bílum leiddi til þess að MFI13 var kosinn sem grunnurinn að nýju Sonnettunni.

MFI13 var hönnun Björns Karlströms og nafna hans Andreasson Karlström var hönnuður sem hafði fengið margar hugmyndir að bíl á 6.áratugnum og tókst að lokum að vekja áhuga bílframleiðanda með hugmynd sinni, sportbíl byggðum á SAAB hlutum. Framleiðandinn var Malmö Flygindustri( MFI) og af einhverjum ástæðum var talan 13 valin. Með vitneskju SAAB hófst vinnan að “MFI13”. “Boddýið” var gert úr “stálþynnum” frá Heinel (sem var/er rútuframleiðandi), og var þess gætt að hægt væri að nota stálþynnurnar sem mót þegar að framleiðslu plast-“boddýs” kæmi.
Birnirnir 2 fengu bjuggust við þróunarstyrk en fengu aldrei og þá kom SAAB inn í myndina. Það hafði frést að MFI13 væri Catherine fremri og hann var því eins og áður sagði valinn sem grunnurinn að Sonnet II.


Sonnet II var önnur tilraun SAAB til þess að búa til kappakstursbíl. Einnig gekk hann undir nafninu SAAB 97 Bíllinn var fyrst kynntur í Stokkhólmi (ekki í New York eins og vænst hafði verið ) 1966, mun fyrr en búist hafði verið við. Sýningarmódelið var að miklu leyti byggt á MFI13 nema það að framendinn hafði verið lengdur til þess að gefa bílnum betra útlit. Í fyrstu var bíllinn búinn 841 cm3 V4 tvígengnisvél en eftir að einungis 250 slíkar höfðu verið framleiddar var þeirri vél skipt út fyrir 1489 cm3 V4 fjórgengnisvél Loftmótstöðustuðull bílsins var 0.32 cd og var “boddýið” úr “plastblönduðum glertrefjum” en bíllinn tók 2 í sæti.

Sasons Catherine á sitt sæti á SAAB safninu í Trollhättan. Ef að bíllinn er skoðaður má sjá að nokkur svipanleiki er með honum og 99-bílnum sem er ekkert skrýtið þegar tekið er inn í myndina að báðir bílarnir litu við á teikniborði Sason´s

SAAB Sonnet III
Tveimur arum eftir að framleiðsla á Sonnet II hófst samdi SAAB við Ítalska bílhönnuðinn Sergio Coggiola, ástæða þess var að óánægja vegna bílsins fór vaxandi, bæði utan og innan fyrirtækisins.

1970 kynnti SAAB síðan til sögunnar Sonnet III, bíllinn hafði tekið einhverjum breytingum. Hann gat nú rakið uppruna sinn til 3ja landa.
1.Ítalíu en þar var “boddýið” hannað af ítalska bílhönnuðinum Sergio Coggiola. Boddýið á Sonnett III var líkt á og II úr glertrefjum en undir því var sterk stálveltigrind og innbyggð stálstöng( built-in roll bar) fyrir aftan sætin. En hönnunin á Sonnet III hafði ekki reynst Coggiola auðveld þar sem að SAAB hafði með öllu bannað honum að snerta við flóknum miðhlutabílsins.
2.Bandaríkjanna, en við hönnun bílsin var haft til hliðsjónar niðurstöður úr bandarískum rannsóknum á sviði sportbíla.
3.Og svo auðvitað Svíþjóðar þar sem öll verkfræði tengd bílnum fór fram.

Bíllinn var framhjóladrifinn, dreginn af 65 hestum inni í 1700 cm3 V4 vélJ en framhjóladrifnir bílar voru ekki margir í byrjun áttunda áratugarins og hvað þá V4 vélar. Hámarkshraði bílsins var um 175 km/klst og var hröðunin frá 0-100 12 sek. Vegna lítillar loftmótsstöðu var bíllinn nokkuð sparneytinn á sínum tíma og komst um 10 km á lítra. Aðalljósin sem voru “flip-up” komu upp úr húddinu og var bíllinn nokkuð beittur þegar að þau voru niðri. Beittari en Fiat X 1/9 og Triumph Tr-7

Myndin sem ég sendi með er af SAAB super sport Sonnet en ég læt þó myndir af öllum þeim Sööbum sem nefndir eru í greininni slæðast inn í myndasafni á næstunni

Heimildir eru fengnar af

www.saabtraders.co.uk
www.thesaabsite.com
www.s aabnet.com
www.saab.com

Ég vil að lokum síðan þakka ykkur fyrir lesturinn

Magnicum