Nú ætla ég að skrifa um svoldið sem ég hef löngum brotið
heilann um og það er hvar reiðhjól eiga að vera í umferðinni.

Eins og ég skil lögin eiga reiðhjól að vera keirð á sama stað
og bifhjól eða bílar þ.e.a.s. á götunum þótt augljóslega sé
ekki farið eftr þessu eða götur hannaðar til þess.

Ég er nú búinn að prófa að hjóla á götum bæjarins í staðinn
fyrir gangstéttunum sem ég er venjulega á og hefur það
vægast sagt ekki reynst vel. Þeir sem keira bílum pirrast
eðlilega við að lenda á eftir mér og ekki er gert ráð fyrir að
maður sé þarna.

Hinsvegar eins og ég skil lögin er ég í alveg jafn miklum órétti
uppá gangstétt með hjólið mitt og ég ef ég væri þar á bíl ef
hann kæmist þá fyrir eða jafnvel fjórhjóli.

Lögin eru í mótsögn við sjálf sig þarna og einnig ríkisvaldið,
hver man ekki eftir því að vera kennt að reiða hjólið sitt yfir
gangstétt í barnaskóla? en ef ég geri það þar sem reiðhjól er
flokkað sem ökutæki og lögum samkvæmt eiga ökutæki að
aka á viðurkenndum akbrautum og ekki þvert yfir gangstéttar
og hvað þá uppá gangstétt lenda hjólreiðamenn í nokkuri
sjálfheldu þarna.

Þetta er einn liðnasti glæpur á íslandi og í þokkabót er hann
studdur af ríkinu og sveitafélögum, okkur er sagt að hjóla
uppá gangstétt þó það sé beinlýnis ólöglegt! í rauninni er
enginn staður fyrir reiðhjól á veginum. Ýmindið ykkur ef allir
hjólreiðamenn frá 4ára og uppúr hjóluðu á götunum. Það
gengi ekki en samt eigum við nú að vera þar.

Ég hef nú aldrei fengið sekt fyrir að leggja hjólinu mínu á móti
aksturstefnu eða hjóla innum einstefnugötu svo maður tali
ekki um að hjóla á á vitlausum vegarhelming eins og
skólakerfið og umferðarfræðsla segir til um.

Endilega komið með vitsmunaleg svör við þessu,
Leiðréttingar á stafsetningavillum og móðganir má senda á
Jeedo@freemail.com