Það er hárétt að umfjöllun um jeppa er oft þeim í óhag. Það eru einhverjir bölvaðir hálfvitar sem koma óorði á góðu ökumennina!

Málið er að þessir menn eru bara meira áberandi ef þeir komast í jeppa eða öfluga sportbíla (fyrir JHG ;).

Ég varð vitni að svakalega fáránlegum atburði í gær og vildi óska þess að ég hefði verið með digital myndavélina mína til að ná þessum fíflum á mynd.

Tveir Nissan Patrol jeppar á 38“ dekkjum og báðir með stór fellihýsi í afturdragi voru að TAKA FRAM ÚR á leiðinni milli Selfoss og Hveragerðis og það í þéttri umferð í bæjinn. Þetta var einstaklega HÁLFVITALEGT sérstaklega fyrir þær sakir að hættan af þeim var svo gífurleg þar sem þeir tóku fram úr og áttu svo í erfiðleikum með að komast inn aftur vegna þess að röðin var svo þétt! Það endaði með því að bílarnir sem mættu þeim á gagnstæðri akrein þurftu að víkja út í kant því jepparnir voru ennþá á öfugri akrein þegar umferðin á móti kom aðvífandi.

Þvílíkur hálfvitaháttur. Maður sá það líka á þessum mönnum að þeir voru eitthvað skrítnir þegar maður tók fram úr þeim á leiðinni upp Hellisheiðina, þar voru náttúrulega tvær akreinar og þeir komust ekkert áfram upp brekkuna með skuldahalann aftan í. Þeir dröttuðust þar á 60-70 kmh og öll strollan fór fram úr þeim aftur.

Á meðal bíla sem þeir tóku fram úr var gamall upphækkaður patrol (1983 sirka) og ekki datt þeim manni í hug að vera að vesenast þetta enda væntanlega verið með báðar fætur á jörðinni og egóið í lagi.

Mér var skapi næst að hringja á lögregluna. En án gríns, hver er tilgangurinn með þessu hjá þessum mönnum? Þetta orðspor gerir öllum jeppamönnum illt og gjarnan er það á þann veg að því stærri bíll því meira tillitsleysi.

Helgina á undan lenti ég í svipuðu dæmi.
Við vorum inni í Landmannalaugum (ekki á bimmanum, heldur á Landcruiser 90). Allavega eins og þið vitið þá er þetta mjög skemmtileg leið og gaman að keyra hana dálítið hratt, nema það þýðir ekkert í svona traffík eins og er þarna um góðviðris helgar.
Allavega við erum að aka fyrir eitt blind hornið þarna og í því mætum við stórum Landcruiser með gamla boddíinu (1985 boddíið) á 38” dekkjum. Báðir þurftu að nauðhemla til að aka ekki beint framan á hvorn annan (ég var ekki að keyra ;). Nema hvað allt í lagi með það, það bjargaðist fyrir horn, en stóri Cruisinn stoppaði ekkert! Hann ók bara hægt áfram og hreinlega ætlaðist til að við bökkuðum bara alla leiðina til baka, þetta var mjög óþægilegt því tengdapabbi ætlaði hvort eð er að víkja, en þegar hann byrjaði að bakka þá lá hinn bara á framstuðaranum og hann var nógu nálægt til að ef við hefðum stoppað þá hefði hann keyrt á bílinn!!!! Við á óbreytta LX!!! Krúsanum gátum ekkert farið út af og þegar við loksins fundum stað þar sem hann komst framhjá þá þá gat hann ekki bakkað til að beygja framhjá okkur (því hann var svo nálægt bílnum) heldur þurftum við að bakka meira til að losna við hann.

Ég ók svo heim, reynslunni ríkari að aka mjög hægt og víkja um leið og ég sæi stórann upphækkaðan jeppa koma á móti mér, því þeir eiga víst vegina!

Ég hefði haldið að það væri betra að víkja á stórum dekkjum en litlum????

Er það ekki bara staðreynd að þar sem stór jeppi er stöðutákn þá laða þeir frekar til sín óhæfa ökumenn? Menn sem vilja bara stóran bíl án þess að vita hvernig á að keyra hann, menn sem eltast við öfluga sportbíla eru að sætta sig við allavega óþægindi sem þeim fylgja og eru því kannski meðvitaðri um hvað þeir eru að fara út í.