SAAB 9-3 sport sedan Jæja þá er komið að frumraun minni í greinaskrifunum, ég ætla í þessari fyrstu grein minni að fjalla um þá bílategund sem er best,(allaveganna að mínu mati).SAAB kynnti nýverið nýja Saab 9-3 bílinn, formlega en þó höfðu myndir af bílnum verið dreift út um allan heim, og meira að segja birtist um hann grein í bílablaði Moggans. Það voru miklar fréttir þegar SAAB tilkynnti að síðasti 9-3 bíllinn í núverandi mynd hefði verið framleiddur. Þetta eru nokkur þáttaskil í sögu SAAB því að 9-3 bíllinn hafði að hluta til haft sama útlit og allar SAAB bifreiðar frá árinu 1966, þ.e..a.s þetta hefðbundna SAAB útlit sem flestir kannast við.. Nýji bíllinn er nokkuð ósvipaður öðrum tegundum Saab í útliti. Bíllinn er þó með sama einkenni og allar SAAB-bifreiðar frá 9. áratugnum(eða fyrr) en það myndi vera grillið. SAAB mun samt “að ég held” halda áfram framleiðslu blæjubílsins 93 Bíllinn hlaut nafnið SAAB 9-3 sport sedan og á að fá það verðuga verkefni að keppa við bíla eins og Audi A 4, BMW 3, Mercedes C og Volvo S60 og er von SAAB að bíllinn seljist í 200.000 eintökum á ári, til að rétta stöðu fyrirtækisins af..

Nýi 9-3 bíllinn er í engu frábrugðinn öðrum SAAB bifreiðum hvað öryggi varðar og einnig á bíllinn að bjóða upp á frábæra aksturseiginleika með hjálp búnaðar eins og ABS bremsum, CBC(Cornering brake control), EBD(electronic brake distribution),ESP(electronic stability program),TCS (traction control system).og re-axs sem er búnaður sem ég veit ekki til þess að hafi verið í SAAB, en re-axs gerið það að verkum að aftari öxullinn beygir örlítið með í beygjum, Síðan ætla ég hér að setja inn brot úr grein útsendara saabzone.com sem nýverið fékk að reynsluaka bílnum

Roadholding: The 9-3 is absolutely Saabs ever best on roadholding, many thanks to their ReAxs passive rear wheel steer, and the chassis that are 120% stiffer. They suffered minimal body roll, but it did so while providing excellent ride quality along high-speed straight-aways.

Bíllinn er byggður á sömu grind og Opel Vectra en Opel/Vauxhall er einmitt eins og SAAB í eigu GM
Hægt er að velja á milli 3 nýrra ál- forþjöppu-bensín véla og einnar forþjöppu diesel velar. Bensín vélarnar eru 1.8 t 150 hp, 2.0t 175 hp og 2.0T 210, torkið í vélunum er (sama röð) 240,265 og 300 NM á 2500 rpm “Turbolag”-ið mun einnig vera mun minna en áður, diesel vélin er aftur á móti 125 hestöfl og mun vera mun betri en þær diesel velar sem SAAB hefur sent frá sér áður. Bíllinn er einnig búinn “nýjum” gírkössum. Hægt er að fá bílinn beinskiptan með 6 gíra gíkassa eða “hálf-sjálfskiptan” með SAAB sentronic 5 gíra gírkassa.

heimildir eru fengnar af www.saabzone.com og www.saab.com