Renault Vel Satis. Renault er sá bílaframleiðandi sem er búin að vera í mestri sókn i evrópu síðustu mánuði eða ár. Þeir hafa bætt við sig ótrúlega miklu í markaðshlutdeild með hugvitsamlegum bílum eins og Espace, Scenic, Twingo og Kangoo svo einhverjir séu nefndir. Allir eiga þessir bílar sameiginlegt að hafa komið nýjir inn á markað með sniðugar hugmyndir og allir eru þeir ljótir!

Vel Satis virðist ætla veðja á þetta en bíllin sem er hannaður að innan frá og út ef svo mætti segja er ætlað að höfða til fólks sem gerir kröfur um fúnksjón framar formi. Línur bílsins eru meira en lítið skrítnir en þó ekki svo undarlegar miðað við margt sem við höfum séð áður (minnir mig meira segja örlítið á Jensen Interceptor).

Lykilatriði í hönnuninni eru rými, þægindi og birta. En þessir þrír þættir eiga að gefa bílnum létt yfirbragð og betri tilfinningu fyrir þeim lúxus sem víða er í boði. Þér á að líða betur andlega í þessum bíl því hann er svo bjartur og þægilegur. Þú situr hátt í bílnum og rúðurnar eru mjög stórar og gluggapóstar lítið áberandi og innréttingin er mjög vönduð með ekta við og leðri.

Ég nenni nú ekki að vera tíunda mikið um tæknilega hlið þessa bíls aþr sem mér finnst hún ekki skipta öllu máli, en lykilatriði eru að hann er framhjóladrifinn og með V6 3.5 lítra vél sem skilar 245 hestöflum. Hröðun er “hæg” eða 9.6 í 100 kmh sem sýnir kannski að einhverju leiti að áherslan sé á áreynslulausan akstur.

Grunnverð bílsins er nokkuð merkilegt þar sem það er tæpar þrjár milljónir í UK fyrir tveggja lítra bílinn en oft má áætla að verðið gæti orðið svipað hér heima. Það gæti því vel verið einhver markaður fyrir þessa bíla hér heima t.d. til höfuðs Volvo S60/80.

Það sem ég er að velta fyrir mér er; erum við að fá einn annan frumkvöðla bílinn frá Renault eða er þeim farið að förlast aftur eins og gerðist upp úr 1980????

Hvað finnst ykkur?