Ég er mikill draumóramaður og hef eytt ófáum klukkustundum í að velta fyrir mér hvernig bíla ég mundi fá mér ef ég ætti X mikinn pening og fleira í þeim dúr. Stóri vinningurinn í víkingalottóinu núna fékk mig t.d. til að velta þessu mikið fyrir mér og er ég búinn að velja mér skriljón mismunandi samsetningar af jeppa, stórum sedan og sportbíl.
Í þessu pælingum mínum fór ég að skoða bíl sem ég hef nú heyrt sona soldið um og séð einhverjar myndir en aldrei spáð af neinni alvöru í, þetta er VW Phaeton W12.
Það sem greip mig eiginlega fyrst við þennan bíl var vélin, 6 lítra W12 (eða réttara sagt 2 V6 vélar græjaðar saman ef ég skil þetta rétt) sem skilar um 420.0 bhp @ 6000 rpm. Eftir að hafa dáðst að vélinni fór ég nú að lesa mér meira til um þennan bíl og komast að því að þarna var nú á ferðinni hin efnilegasti bíll.
Hann hefur allt það sem svona lúxusbíll á að innihalda, og er að mér sýnist alveg tilbúinn að takast á við keppinautana sína sem eru BMW 7 og Benz S bílarnir (hann er meira að segja stærri en S bíllinn!). En nú komum við loksins að kjarna málsins, HANN LÍTUR ALVEG EINS ÚT OG VW PASSAT! nú ætla ég bara að taka tvennt fram strax, ok hann er kannski ekki aaalveg eins en hann hefur nánast sömu hönnuna bara aðeins meira “stíliseruð” og auðvita miklu stærri. Einnig ætla ég að benda á að mér finnst passatinn langt því frá að vera eitthvað ljótur bíll en komm on! ef þú kaupir þér bíl fyrir þetta hrikalega mikinn pening (ég las víða að verð yrði líklega kringum 62-80.000$ úti í bandaríkjunum sem er ekki ólíklegt miðað við að hann á vera bara í svipuðum flokki og benz og bmw) þá viltu nú held ég helst að bíllinn þinn líti ekki alveg eins út og 1.6 bílinn sem annar hver 18 ára gæji á og keypti á 1,4 millur.
Að mínu mati hefði líka verið mjög lógískt að koma með einn bíl þarna á milli sona til að brúa bilið aðeins meira og búa til meiri klassa mun á þessum bílum, mér allavega detta ekki neinn framleiðandi í hug sem stillir upp sona framleiðslulínu með þetta breiðu bili milli gerða.
Sem færir okkur að næstu spurningu sem skaust uppí kollinn á mér, afhverju er þetta ekki bara nýr Audi A8? síðast þegar ég tékkaði þá var A8 bíllinn þannig séð frekar out dated og ég hefði haldið að þetta væri ágætis arftaki, að mínu mati þá væri hann ólíkt meira klassí með fjórum hringjum í grillinu.

Kveðja,
DamienK sem ætlar að ræna banka til að kaupa nýju gerðina af bmw 5 þegar hún kemu