Saga Gærkveldsins, M3 vs. M5 Ég er búsettur í Californiu, og kunningi minn hérna á nýjan BMW M3, silvurlitaðan með svörtu leðri og öllum pakkanum, alger unun að keyra. En í gærkveldi vorum við á leiðinni heim úr smá samkomu, ég í farþegasætinu og hann í bílstjórasætinu báðir í góðu skapi. Við vorum að keyra á Sunset Boulevard, sem er heimsþekkt gata, en fyrir þá sem ekki vita er hún tvær akreinar í hvora átt, enginn miðja, og minnir helst á svigbraut út af öllum kröppu beygjunum. Það er enginn öxl, heldur er bara stór kanntur og stórir runnar og tré ofan á kantinum. Í kröppustu beygjunum hafa yfirvöld sett einskonar Plaststikur með endurskinsmerkjum til að menn fari ekki yfir á öfugan vegarhelming í myrkrinu.
En svo ég komi mér nú að kjarna sögunar, þá erum við fremst á ljósum, og við hliðina á okkur hefur einn BMW M5 rennt sér. Hann opnar rúðuna, og ég geri það sama, ökumaðurinn á M5 bifreiðinni er greinilega útlendingur, ég mindi skjóta á að hann væri Þýskur. Hann spyr, “how fast is this car?”, ég svara honum “very fast”, þvínæst spyr hann “You wanna find out how fast it goes?”, ég tek ekki ákvarðanir fyrir vin minn sem hefur sett sér þá reglu að láta ekki espa sig uppí einhverja svona vitleysu. Hann hefur ekki tíma til að svara, því að ljósið er orðið grænt, M5-inn skýst á stað og það ískrar í hjólunum, og V-8 vélin öskrar í gegnum fjórfalda pústið. Hann skýst beint fyrir framan okkur, og þá verður vinur minn reiður, setur pedalann niður í gólf og reynir að ná í rassgatið á Þjóðverjanum, en hann fékk forskot, og nær að halda því. Þetta vex síðan út í svakalegan eltingaleik, þeir skjótast á milli venjulegu bílanna sem halda sig innan hámarkshraðanns. Við vorum að fara í gegnum kröppustu beygjurnar á 90km hraða og rétt héldumst á jörðinni. Hann skipti ört, og snúningarnir flugu upp fyrir beygjurnar en náðu sér niður eftir að gírnum hafði verið breytt. Samferðarmaður okkar sem var á BMW 330i með nokkuð af Dinan breytingum reyndi að halda í við okkur, en hann var horfin úr augsýn eftir 30 sekúndur. En þó að M3 sé hannaður til að höndla ansi mikið, þá höndlaði hann ekki eina beygjuna, skautaði inní plaststikurnar og yfir á öfugan vegarhelming. Sem betur fer voru engir bílar á hinum vegarhelmingnum þetta augnarblikið, annars væri ég ekki að skrifa þessa grein núna. Við keyrðum inní litla hliðargötu og litum á tjónið, þetta leit ansi illa út, við tókum 5 plaststikur niður, og það var svört málning af plaststikunum sem hafði klínst á húddið og stuðarann, og það leit út eins og rispur. En þegar betur var að gáð þá gátum við þvegið málninguna af, þannig að eini skaðinn var brotið stykki í stuðaranum. Samt sem áður, 150.000 króna tjón á svona bíl.
Við vorum glaðir að vera enn á lífi og að hafa sloppið með lítið tjón miðað við aðstæður.