Rafhlöðuknúni bíllinn: Sundancer ‘72

Mörg  undarleg og frumleg ökutæki voru  til  sýnis 1973 á fyrsta Symposium on Low Pollution Power Systems Development við Ann Arbor í Michigan fylki en aðeins þrír bílar virkuðu í alvörunni.  Tveir af þessum þrem bílum komu frá General Motors sá þriðji frá Exide Battery.  

Hann hét Sundancer og kom úr hugarheim fyrrum kappakstursbifvélavirkja sem hafði þegar birst í Mechanix Illustrated Febrúar 1972 eftir að hafa byggt nokkra af öflugustu Bandarísku kappakstursbílum til þess að keppa í atvinnu kappakstri.

Í greininni segjir að Sundancer Bob Mckee’s ( hér kallaður Mckee Mark 16 Electric Commuter) hafi fyrst komið við sögu þegar Endingargóðir Kappakstursbílar eins og Howmet TX og Hemi McKee voru ekki lengur vinsælir seint á 7. áratugnum.  McKee hefur tekið fram að hann “var reyndar frekar upptekinn á þessum tíma.”  

Hugmyndin kom í raun frá Exide forstjórunum , þeir höfðu kallað til Mckee vegna reynslu hans.  Árið 1968 báðu þeir hann um að hanna rafmagnsbíl, sennilega til þess að selja fleiri rafhlöður. Mckee notaði reynslu sína úr kappakstursbílasmíðum og gerði svokallaða “Bakbeins” bílgrind, ekki bara uppá styrk og einfaldleika, heldur líka til þess að geyma batterýin.  Svoleiðist grindur eru þó sjaldnast varðar fyrir hliðar árekstrum.

Meira hér -