Sæl öll.

Í gær ók ég í fyrsta skipti Toyota sem ég fílaði þokkalega vel.
Bíllinn sem um ræðir er Toyota Celica og það með “litlu” vélinni sem er að mig minnir 143 hestöfl.
Bíllinn er ansi skemmtilegur í hönnun, smart og snug að innan og alls ekki Tojótu legur að utan, heldur nokkuð frumlegur. Ljóskerin eru smar og sömuleiðis afturbrettin.
Það eru þó aksturseiginleikarnir sem mestu máli skipta. Þeir eru nú bara nokkuð góðir í þessum bíl. Hann er léttur og mjög kvikur og nákvæmur í stýri og þegar honum er beitt af ráði þá skilar hann mjög góðri tilfinningu fyrir veginum upp í gegnum stýrið ásamt því að vera snöggur og nákvæmur í stýri og verður þetta til þess að bíllinn er bara nokkuð skemmtilegur þrátt fyrir að geta ekki með nokkru móti talist sprækur.
Það er einmitt helsti gallinn við bílinn að vélin er máttlaus en það bjargar henni að hún togar vel á lágum snúning. Ég hafði heyrt að þessu vélum þyrfti að snúa ægilega til að koma tækinu eitthvað áfram en fyrir mína parta þá fannst mér það ekki skila neinu nema hávaða og það ekki neinum skemmtilegum hávaða.
Bíllinn er víst kominn í T-sport útgáfu í dag með öflugri vél og væri mikið gaman að prófa hann því það er alveg ljóst að þessi bíll þarf á öflugri vél að halda.

Það kom mér reglulega á óvart að Toyota skildi geta smíðað bíl sem ég hefði áhuga á…. hann kom reyndar alltaf þokkalega út úr prófunum og yfirleitt er það góð vísbending fyrir mig. Þetta þýðir þá eitt umfram annað og það er það að nú verð ég hreinlega að fá að taka í MR2!

Ég vona að ég sé ekki of stuttur hér, en ég vildi nú bara koma þessu til skila og ræða þetta við ykkur hvort þið séuð sama sinnis með þessa bíla. Fyrir mína parta tel ég þetta mjög jákvæða þróun fyrir Tojóta.

Það var þó athyglisvert að á sama tíma og ég var að prófa þennan bíl hjá frænda mínum þá keyrði gömul Celica framhjá (1988 módel) og minnist ég þeirra bíla með nokkrum hlýhug. Það voru smartir bíla og með nokkuð öflugar tveggja lítra vélar sem skiluðu að mig minnir 150 hestöflum. Maður spáir því… er þróunin svona hæg, afhverju hjá Toyota, eða eru þeir ekki bara duglegri en samkeppnisaðilarnir við að halda sínum bílum í formi… þeir viðrast allavega ekki stækka og stækka og þyngjast og þyngjast eins og sumir (þá á ég við sportbílana, það er allataf neikvætt ef þeir stækka og þyngjast.)