Jæja eftir góðan kafla af skoðanaskiptum þá fékk maður þessa snilld í andlitið og vil ég þakka partytruck fyrir að benda mér á þennan einstaka bíl.

Árið 1898 bjuggu Jacobus og Hendrik-Jan Spiker til sinn fyrsta Benzmotor drifna bíl og fengu strax athygli á flugvélalagaðri hönnun bílsins.

Árið 1903 bjuggu þeir svo til fyrsta fjórhjóladrofna Grand Prix keppnisbílinn sinn. Sem var fyrsti fjórhjóladrifni og sex sílendra bíllinn í heiminum.

Auk þess að byggja flugvélar og setja hraðamet á THE ULTIMATE MAYBACH-ENGINED C4 MODEL. Svo var seinasti spykerinn framleiddur 1925.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en nú eru þeir komnir aftur og ekki að sjá að þeir hafi ekki verið að fylgjast með hönnun bíla í millitíðinni.

SPYKER C8 SPYDER:

Fjöðrunarkerfi bílsins er byggt á KONI F1. Sem tryggir gott grip og sportlegan stöðugleika. Tala nú ekki um ef þú velur 19“ magnesium aeroblade felgur. Auk þess er nánast hægt að taka hann í frumparta, þú getur nefnilega galopnað skott, húdd og húsið á bílnum. Álboddý og síðast en ekki síst vélin. Audi A8(s8) álvél.

Vélin:
4172 CC
298 KW (400 HP) (STAGE I)
480 NM
7500 RPM

Dekkin:
225/40ZR 18 (DUNLOP SPORT)
255/35ZR 18 (DUNLOP SPORT)

Boddý og þýngd:

þyngd 1000 KG (2204 LBS)
hjólabil : 2575 MM (101”)
bil milli framhjóla 1400 MM (55“)
bil milli afturhjóla 1580 MM (62”)
lengd : 4185 MM (165“)
breidd (EX MIRRORS) : 1880 MM (74”)
hæð : 1080 MM (42")
tankur : 100 LITRAR (22 GALLONS)

Þetta er tækið sem ég væri hiklaust á höttunum eftir því að hann er ekki aðeins glæsilegur heldur lítill með átta sílendra vél.
Sjáið líka hestöflin, þetta yfirgnæfir Boxster, Elise, Audi turbo.

heimildir og original himasíða.
http://www.spykercars.nl/home.htm