Stöðugleiki bíla Ég var að spá í stöðugleika bíla og ætla aðeins að reyna að skýra hann út frá beinni eðlisfræði.

Hugsum okkur bíl með massa m, hæð í massamiðju H og bil(breidd) milli hjóla D. Sést vonandi á lélegu myndinni sem ég teiknaði í paint.

Til að finna þann hraða sem bíllinn þolir án þess að velta þurfum við að skoða fyrst hvaða kraftar verka á bílinn:
1. Fyrst ber að nefna þyngdarkraft mg sem vísar niður um massamiðju.
2. Móti mg verka tveir kraftar sem koma frá veginum upp um sitthvora dekkjahlið, köllum þá N1 og N2.
3. Síðan verkar á hlið miðsóknarkraftur(miðflóttaafl) mvv/r (vv þíðir v í 2.veldi) sem núningskraftar f1 og f2 veita með mótstöðu dekkja við veg.

Nú þegar allir kraftar eru ljósir þá getum við sundurliðað krafta á hlið(x-ás) og í gegnum(y-ás) og loks kraftvægi um massamiðju:

Fx: f1 + f2 = mvv/r (i)
Fy: N1 + N2 = mg (ii)
Kraftvægi: (f1 + f2)H + (N1 - N2)D/2 = 0 (iii)

Ef við leysum (ii) þ.a. N2 = mg - N1 og setjum inn í (iii) ásamt því að setja (i) inn í (iii) fæst:

(mvv/r)H + (2N1 - mg) = 0 og
N1 = mg/2 - vvmH/rD

Þar sem N1 = 0 þegar dekkið snertir veginn ekki lengur þá eru mörkin við N1 = 0. Því fæst:

0 = mg/2 - vvmH/rD og þá
v = sqrt(grD/2H) (sqrt = kvaðratrót)

Við sjáum því að stöðugleikinn(hærri hámarkshraði fyrir veltu) er betri eftir því sem massamiðjan er lægri og bil(breidd) milli dekkja lengra. Einnig sést að hann er ekki háður massa sem styttist út.

Bara svona smá eðlisfræðipæling um bíla.
I WAS BORN FOR DYING!