Glæsilegasta Mazda frá upphafi? Stundum kemst maður í feitt þegar maður er búin að leita lengi að einhverju spennandi á netinu eftir að hafa lent í mjög löngum þurrki. Ég hef skrifað grein áður um Mazda Cosmos hinn fyrsta frá sjötta áratugnum og hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á Mazda bílum. Mazda hefur framleitt mjög nýstárlega bíla í gegnum tíðina og eru t.d. eini framleiðandinn í dag sem hefur af miklum metnaði notað Wankel (rotary) og Miller vélar í þá bíla sem bera uppi gæðaímynd fyrirtækisins.
Í þessu sambandi var ég að velta fyrir mér hvort Mazda hefði ekki ætlað sér köku af Lexu/Infiniti markaðnum.
Í stuttu máli sagt, jú og það með mjög glæsilegum bíl sem ég verð að segja að er stórglæsilegur enn í dag þrátt fyrir að hafa farið í framleiðslu 1989.

Eunos Cosmos! Minnugir fyrsta Cosmos bílsins hófst Mazda til við að framleiða stóran Coupé bíl sem yrði sá besti á markaðnum. Háleitt markmið vissulega, en þegar skotmörkin voru á stærð við Mercedes, Jaguar og BMW þá þurfti að beita talsverðu hugviti til að leggja andstæðingin að velli. Það er þó seinni útgáfa bílsins sem kom á markað 1990 sem fékk þriggja hverfla vélina og ég tek fyrir hér.

Mazda ákvað að nota hina frægu Wankel vél þar sem hún skilaði miklu afli og tók lítið pláss sem hjálpaði vissulega við hönnun bílsins þar sem innanrýmið skiptir þennan markaðshóp miklu máli. Mazda þróaði nýja þriggja hverfla (rotor) vél en áður höfðu þeir notast við tvo (eins og í þriðju kynslóðar RX-7). Þessi vél var einnig sú fyrsta sem fór í almenna framleiðslu þar sem notast var við tvær “sequential” túrbínur.
Vélin var hreint ótrúleg smíði og aflið með ólíkindum. Hestöflin voru formlega 280 en flestir vildu meina að raunveruleg hestöfl væru 295 en vegna reglugerða í Japan var hámarksleyfilegt afl 286 og það aðeins úr tveggja lítra rúmmáli. Togið var hinsvegar slíkt að keppinautarnir áttu ekkert svar við þessu afli, 390 NM við aðeins 2200 snúninga (og 360 NM við 1500 snúninga!) og hámarkstog 402 NM við 3000 snúninga með aðeins 10% minna togi á hámarkssnúning við 7000 snúninga!!!! Þetta þýtti að bíllin togaði með ólíkindum við allar aðstæður enda henta Rotary vélar mjög vel fyrir túrbínur.

Bíllinn fékkst aðeins með fjögurra gíra sjálfskiptingu sem þótti falla vel að markhópnum, aðalgallin er þó sá að þessi bíll var aldrei framleiddur með stýrið “réttu” megin.

Til að tryggja að bíllin væri sem hljóðlátastur var notuð nokkuð merkileg aðferð við pústkerfið. Tvö tvöföld púst voru notuð en með ventli á öðru rörinu sitthvoru megin. Þetta þýddi að við venjulega akstur andaði vélin bara með tveimur púströrum en þegar hægri fóturinn fór að síga niður á leið þá opnuðu ventlarnir fyrst fyrir þriðja pústið og svo fyrir það fjórða með tilheyrandi músík. Talandi um músík þá má minnast á að í bílnum var hljóðkerfi sem enn í dag þykir með því besta sem býðst.

Hröðunin var meiri en hjá keppinautunum eins og gefur að skilja, bíllin náði 100 kmh á aðeins 6.2 sekúndum sem verður að teljast gott fyrir þennan 1600 kílóa bíl. Í japan var hámarkshraðinn takmarkaður við 200 km hraða en án takmarkana náði hann 250 km hraða, þessar tölur eru sambærilegar við BMW M3, M5, NSX og 911 Carrera.

Bíllinn fékkst í margskonar útgáfum meðal annars sportútgáfu og lúxusútgáfu og þykir mér bíllinn nokkuð laglegur að innan og ótrúlegt hve vel hann hefur elst. Þetta var einnig fyrsti bíllinn með GPS staðsetningartæki og því var stýrt með stórum snertiskjá í mælaborðinu eins og tíðkast í dag.

Ég læt fylgja hérna síðuna sem ég fékk mestar upplýsingar af enda er þar hellingur af myndum af bílnum.

http://members.rogers.com/sofronov/Cars/Mazda/Future/Rotary/MX-03.html

http://j09g.cside5.com/

http://www.3rotor.com/index.htm