Við erum að tala um ekki ófrægari leikkonu en Eleanor 1973 Mach 1 Mustang. Engin aðalleikkona hefur þurft að þola svo öfgafulla og hrottalega meðferð, 250 stundir þurfti til að gera hana tilbúna fyrir myndavélar. Því að það þurfti meira en förðun til að gera hana tilbúna fyrir aðalhlutverkið.

Ytra boddíið var tekið til þess að veltigrind gæti komið í kringum ramma hennar, á stuðara, inní skottið, undir þakið og bakvið sætin. Gírkassinn var keðjaður við og sveigjanleg myndavél látin í aftursætið til að gefa ökumannssjónarhornið.

Því að þessi Eleanor hin 1973 Mach 1 Ford Mustang, sanna kona bæði falleg og hörð, sem er stjarnan í “Gone in sixty seconds.”

Vaxtarmál hennar eru:

Stock Ford 351 cubic inch Windsor Four-barrel carburetor með Cruisamatic gírkassa H-D-7 í hjólum Goodyear rally GT dekk 24-volt rafkerfi. Slökkvitæki og fyrstahjálp kassa. Útsláttar rofar sjálfstætt læsandi aftur bremsur. Fish plating af undirvagninum 3“ x 3/8” stál færanlegt bullet plating.

Toby Halicki, teamed up with “Eleanor” and put through“…. the most hair-raising chase scene ever filmed”… sagði Car Craft Magazine.

Allt í Eleanor var látið fyrir öryggi Toby´s. Eiganda, höfundar, fjármagnara, framleiðanda og aðaleikkara. Þess má geta að hann átti nær alla bílana í þessari mynd. Og sagan af honum er að hann fer úr því að vera bíladellukall í það að búa til sína eigin bílamynd. Og kostaði hana sjálfur. Þess má geta að löggur í myndinni léku löggur, slökkviliðsmenn léku slökkviliðsmenn, bæjarstjórinn lék bæjarstjórann, etc etc…

Það frægasta sem Eleanor gerði var að stökkva 128 fet og yfir 30 fet í hæð, og lifði það af og keyrði í burt frá tökustað. Hinsvegar skaddaðist Toby eitthvað á mænunni við lendingu.

Eftir þetta hefur þessi bíll ekki verið endurgerður en verið notaður á sýningar svo sem á keppnisvöllum, bílasýningum og sjónvarpsútsendingum. Sem hún sjálf. Og nú seinast var hún notuð í nýuppgerðu myndinni með Nicolas Cage. Þó ekki sem bíllinn sem hann notaði.

Tilgangur þessarar sögu er að bíladellukarlar geta farið í eitthvað og orðið ríkir á því. Bara spurning um frumleika og bílnum geti líka verið borin virðing frá öðrum þótt hann sé í rústi. En hann þarf náttúrlega að hafa gert ofurmerkilega hluti.

Gone in 60 seconds, á að vera í eigu hvers (bílaáhuga)manns þá er ég að tala um upprunalegu myndina. Gerð 1974.