Ef þið keyrið upp Réttarholtsveginn og framhjá Réttarholtsskóla, í átt að Bústaðavegi, þá komiði að umferðarljósum og farið yfir þau, niður í Fossvogsdal. Framhjá Kúrlandi (Þar sem Jón Gnarr bjó eittsinn) og alveg niður. Þar skiptist gatan í tvennt. Ég man ekki alveg hvað þær tvær götur heita en ef þú myndir fara beint áfram myndiru keyra upp á göngu- og hjólastíg sem liggur gegnum Fossvogsdalinn. Samt er skarð í gangstéttarkantinum svo það er hægt að keyra upp á stíginn og fólk gerir það. Ef maður keyrir aðeins áfram eftir stígnum (sem er á kafla mun breiðari en gengur og gerist) þá kemur maður að sléttu malarplani sem er eins og það sé gert til að leggja bílum! eftir planið mjókkar svo stígurinn og ekki er hægt að keyra lengra en planið! Þetta plan er uppvið fótboltavöll. HK Völlinn (minnir að hann heiti það) en það eru oft fótboltaleikir á þessum velli og þá eru alltaf bílar á þessu plani og eina leiðin á það er yfir göngustíginn!!… ekki gerir löggan neitt í því!…
En nú komum við að því sem ég lenti í!… Ég keyrði félaga minn á völlinn því hann býr þar rétt hjá. Hann fór úr bílnum á planinu og ég hafði vissulega keyrt yfir gangstíginn (eins og er alltaf gert þegar leikir eru á vellinum). en þegar félagi minn var að stíga úr bílnum kemur maður hjólandi og spyr hvern andskotann ég sé að hugsa og ég hefði getað drepið hann og ég veit ekki hvað.. ég keyrði ekkert hratt og hann hafði aldrei verið nálægt bílnum! en ég reyndi að útskýra fyrir honum að þetta væri marg keyrt svæði og hann brást hinn versti við og lofaði mér lögsókn og ég veit ekki hvað!… ég nennti ekki að standa í neinu rifrildi og sagði honum bara að gera það sem hann vildi og fór!…
Nokkrum vikum síðar var ég að læra fyrir próf og þá hringdi löggan. Ég var boðaður í yfirheyrslu og sagði þeim rólega frá öllu. Þeir höfðu þá ekki haft fyrir því að svo mikið sem kíkja niðreftir og skoða svæðið en eftir að ég hafði gefið skýrslu sögðu þeir mér að hafa engar áhyggjur því þetta skipti engu máli. Ég tók það sem svo að þessi skýrsla væri bara formsatriði!
En svo liðu nokkrar vikur og ég fékk sektina heim. 5.000 kall og þegar ég kvartaði á löggustöðinni var mér sagt kurteislega að drulla mér út!!…
Pabbi grennslaðist aðeins fyrir um kallinn og það kom í ljós að hann heitir XXXX og er HÆSTARÉTTARDÓMARI!!!

Hvað haldið þið? er í raun ólöglegt að keyra þarna eða var gaurinn bara að nota sambönd til að hefna sín á mér því að ég sagði honum að halda kjafti? ég held að hann sé bara að hefna sín! og löggan kíkti aldrei á staðinn!!
mammaín!!