Ágætu lesendur.
Þar sem ég er splunkunýr hér á þessari síðu þá veit ég ekki hvort að rætt hefur verið um þetta mál-efni hér áður!!!!!!!
Eru einhverjir hér sem hafa prófað,, HIGH-PERFORMANCE diesel bíl?
Ef svo er þá þætti mér voða vænt um að fá álit viðkomandi á því!
Þar sem ég er mikill unnandi nýju kynnslóð diesel bíla hjá
Þýskum bílaframleiðendum þá hef setið í þremur hrikalega öflugum
´dieselbilum sem eru á markaðinum í dag.
BMW 530d~~~~~~~~ 2 bílar eru á landinu að ég best veit.
Annar er leigubíll (auto) og vinnur MJÖG vel, hinn er 5 gíra.

M-B 320 cdi Einn bíll er til á landinu að ég best veit (leigubíll) og vinnur gríðarlega vel,, til gamans má geta að
320 cdi er sprækari en E320 benzin og í milli hröðun stingur hann hreinlega benzin-bílinn af.

X5 3.0d Einhver unaðslegasti bíll sem ég persónulega hef ekið?
Mjög gott afl frábærir aksturseiginleikar ( á þjóðvegum ) gruna að
hann sé ekki mikill utanvega en skítt með það,, þessi bíll hefur alla kosti fólksbíls og hálfa kosti jeppa mergjuð bifreið.
Eitt má taka fram: Bíllinn er fáranlega dýr miðað við M-B 270cdi

Aðrir Mjög áhugaverðir bílar eru td.VW með 1.9TDI 150hö/320nm
AUDI 2.5 v-6 180hö/370nm
M-B ML 400cdi án vafa öflugasti diesel 4x4 á markaðinum ( held að Ræsir hafi flutt einn inn ) 250hö/560nm
M-B S 400cdi geypi öflugur AUTOBAHNLOKOMOTIV með reisn! 250hö/560nm
BMW 740d sambærilegur bíll en því miður ekki allveg jafn sprækur.
BMW 320d 150hö/330nm Lýgilega sprækur

AÐ LOKUM þá er komið að konungum olíubrennaranna:

BRABUS E V-8 DIESEL: D8S ( byggt á M-B 400 cdi )
330hö/690nm.. Þetta afl er hrikalegt út úr 4 lítra olíufýri
þannig að millihröðun í þessum bíl hlýtur að vera eilítil lífsreynsla,,, án vafa öflugasta sólóeldavél sögunnar.
0-100 6.4 ~~~~~~~~~~~ 271 km/klst. Skuggalegar tölur;;;;;

ALPINA D10 BI-TURBO: að mati undirritaðs æðislegasti dieselbíll
samtímans (maður verður að vera smá hlutdrægur)
( byggður á 530d ) 245hö/500nm 0-100 6.7~~~~~~~254km/klst
þar sem tölur Alpina eru jú minni en Brabus þá eru þær eins sé deilt út frá rúmmáli vélar/afl/tog
Þá má ekki gleyma að ALPINA kom með D10 bílinn á markað nokkrum árum á undan Brabus.

Þar sem diesel þróunin er ein sú athyglisverðasta og sú örasta í
bílaheiminum í dag þá má gera ráð fyrir að enn meiri breytingar
séu framundan t.d. í mótorsporti………
Fyrir nokkrum árum vann BMW 320d 24/Nürburgringkappaksturinn
fyrstur dieselbíla í veröldinni til vinna til verðlauna í nútíma
hraðaksturskappakstri…………………………
Njótið vel.