Mér er farið að leiðast þessi rányrkja sem að tryggingafélögin eru með gagnvart þeim tjónlausu ökumönnum sem nú aka um göturnar. Ég er einn af þeim sem er með flekklausan feril hjá tryggingafélugunum en samt er maður látinn borga 130 000 krónur af tveimur litlum bílum á ári eftir 15ára tjónlausan feril. Og svo er reynt að telja manni trú um það að ég sé með hæðsta mögulega bónus sem fáanlegur er eða 75%. Hvað ef ég væri að tryggja bíl í fyrsta sinn væri þetta þá fleiri hundruð þúsund ég bara spyr. Auðvitað er eðlilegt að maður borgi tryggingar eins og aðrir en er ekki líka eðlilegt að fólk sé verlaunað ef að það hefur tjónlausan feril að baki í svona langan tíma. Mig langar endilega að fá fleiri í lið með mér og kanna hvort ekki megi semja við tryggingafélag ef að við mætum nógu mörg héðan af huga.is. Ég tel allavega rétt að láta á það reyna og endilega ef að einhver sem hefur faglega þekkingu bæði á trygginga málum og eins á neytenda málum og les þessa grein þá væri vel þegið að fá álit hinns sama nú og auðvitað sem flestra hér inni. Takk fyrir mig. SIGGIANDRI