Alltaf skulu venjulegir ökumenn lagðir í meiri og meiri hættu með nýjum reglugerðum sem búnar eru til af fólki sem ekki skilur hvernig umferð virkar.
Hvað er ég að tala um, ég er að tala um þá óendanlegu heimsku að halda það að sú aðgerð að draga úr ferðahraða hjá nokkrum hópum af ökutækjum skili sér í auknu umferðaröryggi.

Fyrsta skulum við nefna flutningabílana, þeir eiga að keyra á hámark 80 km/klst. Sem betur fer fyrir okkur hin þá keyra þeir flestir 100-110 km/klst sem ég kalla venjulegan ferðahraða, og komast upp með það.

Næstir í röðinni eru þeir sem eiga kerrur eða tjaldvagna sem eru undir 750 kg. á þyngd, eru ekki með bremsur og ekki skoðunarskildir. Þessir ökumenn mega bara keyra á 80 km/klst og verða því miður halda þessum hraða því lögreglan gerir í því að stoppa þessa tegund faratækja fyrir of hraðan akstur.

Nú lítur út fyrir að enn bætist í hóp þeirra ökutækja sem verða að halda sig innan 80 km/klst en það eru jeppar á dekkjum stærri en 40”

Niðurstaðan er sú að enn eykst í þeim hópi ökutækja sem við almennu ökumennirnir verðum að fara framúr úti á þjóðvegunum, allir vita að slysahættan er mest við framúrakstur, þess vegna skil ég ekki þegar svona reglur eru settar.

Rökin með jeppana er sú að þeir séu svo valtir vegna þess að þyngdarpunkturinn hafi hækkað að það verði að keyra þá hægar. (ég vill þá að MMC L300 verði settir með í hópinn, ekki eru þeir stöðugir)

Rökin með kerrurnar eru engin, það er bara verið að refsa þeim sem vilja eiga léttar kerrur sem ekki þarf að skoða á hverju ári, dæmi: Toyota Hi-Ace afturhjóladrifinn, 1550 kg. bíll sem má draga hemlaða kerru sem er 2.2 tonn að heildarþyngd, er það eitthvað gáfulegt að hann megi keyra hraðar en Hi-Ace bíllinn með kerru sem er léttari en 750 kg. að heildarþyngd!!!

Ég leyfi mér að efast um að þetta skili sér, nema kannski í auknum framúrakstri og slysum honum samfara.
I dont like trying, trying is the first step towards failure. (H. Simpson)