Ég ætla að skrifa um svolítið skemmtilegan hlut en það er ventill sem fer utan við innspýtinguna og þrýstir þá meira lofti inná hana. Hann verkar á þrjá mismunandi vegu. Hann myndar ef við segjum “andvara” á lágum snúning, á milli snúning myndar hann “blástur” og á háum snúning kemur hvirfill. Mörg bílablöð hafa lofsamað þennan grip fyrir að vera ódýr og hann virkar. Fyrir þá sem er nokk góðir í bílamálum er ekkert mál fyrir þá að fitta þetta en fyrir okkur hina þá er betra að ráðfæra sér við sérfræðing. Það minntist einhver á það á korknum að hann hefði lesið grein þar sem að hann minnkaði hestaflafjöldan. En hinir eru ekki sammála þeir sögðu að þeir fynndu fyrir meiri vilja bílsins þegar að þeir þrýstu á bensíngjöfina. Og töluðu líka um að á háum snúning væri ekki þessi köfnunartilfinnig bílsins. Eitt bílablað sagði að það væri greinilega 1 til 2 hestaflabæting. Þetta er til í flestalla bíla og ekki bara með beinni innspítingu heldur líka með blöndung. Og fyrir þá sem eru með 2600cc og yfir þá þurfa þeir tvo svona ventla.

Þetta er þarnæsta sem ég fæ mér í minn bíl á eftir K&N filternum og ég skal segja ykkur hvort þetta virkar. En hérna eru nokkrar staðreyndir um þennan ventil. En takið eftir að á korknum var ég að skrifa vitlaust mál ég einfaldlega skrifaði bara það sem ég heyrði en núna er ég að skrifa það sem ég er búin að lesa. Og í stuttum orðum dregur þetta bara meira loft inná vélina.

Staðreyndir án mikillar vinnu í þýðingu.

Hydrocarbon emmissions - 4,8%
Nitrous Oxide -17,1%
Carbon Dioxide -27,9
Nitrogen -21,1%
Takið eftir núna Bensíneyðsla niður um 21,8% jább mínus 21,8%

Þeir eru búnir að selja yfir 5milljónir hluta og heita því að ef þú finnur ekki fyrir mun þá geturðu skilað þessu og fengið fulla endurgreiðslu.

Hérna er það sem bíla og motorpressan úti segir.

——————————
Revs Magazine…

Best buy award. a product we would buy with our own money… a winner. “response was up and the car pulled through the gears much smoother”

——————————
Street Machine magazine…

“when pulling away from low revs, the engine felt mcuh cleaner and more eager. It was really impressive around town when driving on part throttle.

——————————

Club GTI…

”It was quite unreal how much difference this thing actually made! I am exceedingly impressed"


Ég nenni ekki að vitna í fleiri miðla en þeir sem að ég er með fyrir framan mig og til að nefna: Car Mechanics, VW Motoring, Fast Car og Redline magazine.

linkur: www.ecotekplc.com
Og umboðsaðili á íslandi er
BílBOX Dalvegi 16 C. S:587-5700
veffang bilbox@hotmail.com