líðan eftir innbrot:

Þegar að það er brotist inní bílinn þinn þá kemur þessi ógeðfellda tilfinning að þér hafi sama sem verið nauðgað, þú fyllist óöryggi og paranoiu. Þetta er víst sama tilfinning og ef að það væri brotist inní íbúðina þína og raftækjum stolið á meðan að þú værir sofandi.

Fyrirbyggjandi aðgerðir:

Hafa bílinn alltaf læstan, hafa hann í góðri birtu og gott útsýni að honum. Taka frontinn ekki vera með box eða festa boxið kyrfilega, því að tíminn vinnur gegn þeim. Þjófavörn er kostur. Gott er að eiga hund líka. Minn hundur allavega gelltir alltaf ef að það er einhver fyrir utan. Merkja hluti svo sem keilubox og felgur. T.d. hægt að rista í felgurnar innanverðar svo að þú getir þekkt þær. Forðast að sýna græjurnar og hafa bílinn lítið áhugaverðan, forðast að græjurnar sjáist mikið ef að litið er inní bíl. Hafa allt kyrfilega fest. Tími er plús. Hafa læsta bolta og jafnvel fleiri en eina tegund af læstum boltum. Hafa t.d. tvær mismunandi gerðir á felgu. Nota bílskúrinn ef þú átt hann, ekki hafa hann bara fullan af drasli.

Þjófarnir

Þeir eru ósvínir nauðgarar sem svífast einskis mundu því minni tími því betra og þeir sýna bílnum enga virðingu nefnum sem dæmi kúbein og hamar, einnig stórt skrúfjárn til að þvinga eitthvað upp. Því meiri tíma sem það tekur að ræna því meira er skilið eftir í bílnum. Ef þú ert með einhverja verðmæta lausamuni þá skaltu hafa þá heima hjá þér. Flestir þjófar þjást ekki að eftirsjá því að oftar en ekki þurfa þeir dópið sitt og þegar að þeir fá það er allt í góðu. Hinsvegar er hræðsla hjá þeim og ég hef þekkt tilvik um innbrot að þjófarnir hafi bókstaflega pissað á sig af hræðslu.

Eftir innbrot:

Hringja strax í lögregluna því að þeir gætu mögulega fundið einhverja hluti í “reidi” inná eitthvað dópbæli og líka þá skrá þeir þetta og fá svona heildarmynd hvar innbrot eru mikið framin. Sem sagt fjölgar ferðum lögreglunnar um svæðið. fylgjast vel með DV, Kassi.is og öðrum miðlum sem selja notað. Athuga vel hverju hefur verið stolið. Og spyrja alla í hverfinu.

Eftirmáli:

Forðist að kaupa notaða hluti, en ef þið fáið góðan díl. Þá skulið þið athuga með snúrur og annað til að sjá hvort klippt hafi verið á vírana. Munið þetta: Sambönd þjófanna eru mikil og ef það hefur verið einu sinni brotist inní bílinn fáið ykkur þá undantekningarlaust þjófavörn. Þeim líður betur inní bíl sem þeir hafa brotist inní áður, þeir læra á bílinn og geta gert þetta á betri tíma næst. Ef þið flytjið þá geta þjófarnir alveg eins farið inná skráningarstofuna á netinu og fundið út nýtt heimilisfang.

Tími skiptir mestu máli, til að ganga úr skugga um að þeir steli sem minnstu og mestu líkurnar á að þeir náist þá skuluð þið setja ykkur í spor þjófana og hugsa út leiðir fyrir ykkur til að brjótast inní bílinn. Festa allt kyrfilega því að þeir eru ekki að fara að skrúfa eitthvað í sundur. Einnig er betra að þeir skemmi hátalaran en steli honum og komi þarmeð þeim hlut í verð. Þá líður þeim betur. Því meira sem þeir fá útúr þessu því líklegra er að þeir geri þetta aftur.

P.S. Gott væri ef við myndum stofna bílaklúbb varðandi þetta, þá gætum við talað saman og ef að einhver lendir í þessu að þá gætum við fylgst með í umferðinni og séð bíl á nýjum felgum sem líta nákvæmlega eins út og hjá honum Bjössa sem við erum með í klúbbnum okkar. Og þarmeð meika okkar statement að þjófnaðir eru ekki liðnir.

Stakka

“Morfeus:Follow the white rabbid”