það er alltaf sama rullan í mönnum, GTi þetta, GTi hitt. Hvað með allt þetta nýja sem er að koma á yfirborðið og nefni ég mitt uppáhald, Northstar.
GTi er að ég held, fer að fara að geyspa golunni. Og alltaf eru þessar 4 cyl. vélar í tali, svaka sportbílar. Frammdrifin Corolla GTi er í mínum huga ekki sportbíll. Þetta er bara unglingabíll.
Svo las ég helv´.. skemtilega grein hérna sem heitir amerískt vs. þýskt, en þar fannst mér fólk allt of mikið vera að bera saman gamla muscle car bílana við einhverja nýja GTi eða turbo bíla. Hvað meinar fólk, það eru bara rúm 30 ár á milli og á þessum 30 árum hafa bæði japaninn og ameríkaninn gert mikið, ekki sá ég samanburði á borð við Lexus vs. Cadillac 2002-2003 bílana. eða '47 chevy sedan við einhvern japanskan eða þýskan. fólk hérna hefur enga reynslu á nýjum, fullkomnum ameríkubílum því að framboð hér á landi er ekkert af þeim lúxuskerrum. ég veit að eflaust flestir hérna tala af eigin reynslu varðandi þessa japönsku/þýsku sportbíla, hvað ykkur líkar við eða ekki, en hver hérna hefur keyrt cadillac sts nýjan? lincoln continental nýjan? mjög fáir, eflaust enginn. en að bera saman gömlu amerísku jálkanna við nýju GTi og túrbóana fynnst mér bara hálfvitalegt. maður verður aðeins að skoða tækninýjungar og beturumbætta fullkomnun og hærri standard kröfur í bílum í dag miðað við gömlu amerísku. ég á sjálfur japanskan, þýskan og amerískan og ameríski er langt um skemmtilegari á öllum sviðum heldur en japaninn og þjóðverjinn samt er ameríski 7 árum eldri. bara að reyna að benda á að maður ber ekki saman svona hluti án þess að taka viðmið af ártölum og hvað var búið að finna upp ár hvert. og hvað var ekki búið að finna upp, svo maður segi nú ekki að nýji avensis bíllin hafi air bag og abs en ekki 57 eldoradoinn…kannski fullgróft en oft las ég greinar hérna og sagði bara duh… fólk er stundum svolítið þröngsýnt.

Garri