Ég er mikill áhugamaður um svokallaða úlfa í sauðagæru, þ.e. bílar sem venjulegt fólk heldur að séu ekkert meira en venjulegir bílar en eru í raun háklassa sportbílar. Þessir þekktu sportbílar, þó þeir séu fallegir og kraftmiklir, eru of miklir monthana bílar fyrir minn smekk. Dæmi um gríðarlega góða bíla sem eru ekki montbílar eru BMW M5, Bristol, Golf V-6 og GTI, Audi S4 en fremstur í þessum flokki stendur án efa Audi RS4. Hann lítur ekki út fyrir að vera neitt meira en þessi klassíski fjölskylduskutbíll, en það er einmitt það sem er flott við hann. Hver mindi nokkurn tíman geta ímindað sér að þessi bíll væri 380 hestöfl og undir fimm sekúndum í hundraðið? Og sama um M5. Ekki nema þú vitir mikið um bíla. Bíllinn getur tekið Porsche turbo og sent hann heim með sárt ennið eftir að hafa verið útbrenndur af því sem lítur út fyrir að vera þýskur fjölskyldubíll. Fyndin hugsun, en þetta er sannleikurinn. Hann er með 2,7 lítra twin turbo V-6 og 6gíra beinskiptum kassa að sjálfsögðu. Hann er örlítið breiðari og örlítið lengri og aggresívari en S4 og er með aðeins betri búnað eins og bremsur ofl. Mínar heimildir segja að þessi bíll sé dauður núna, en ef þínar heimildir segja annað, komdu því þá endilega á framfæri. En maður bíður bara spenntur eftir RS6 með 440 hestafla vélinni og RS8 með 500 hestöflum.
góð síða til að skoða þennan bíl ef þú þekkir lítið til hans er: http://www.rs4.org