Enn á ný hefur Sólveig Pétursdóttir skipað nefnd um Fækkun umferðarslysa. Síðan Umferðarráð og dómsmálaráðuneytið lögðu upp með þá hugmynd 1999 að fækka bana- og alvarlegum slysum hefur þeim fjölgað umtalsvert. Arið 2000 urðu banaslys í umferðinni fleiri en nokkru sinni. 2001 var svipað. En það er greinilega ekkert að virka að vera að skapa eintómar nefndir. Efla frekar löggæslu og ökukennslu stórlega.
Til þess vantar náttúrulega alltaf pening sem mætti þó fá með meiri eftirliti = meira í kassann.


Í gær kom snjór á höfuðborgarsvæðinu sem ætti ekki að vera stór mál. Fólk ætti að kveikja á perunni, snjór og hálka = aka hægar, og áætla lengri hemlunarvegalengd. Samt urðu fleiri tugir árekstra í gær, vegna þess að fólk var að aka of hratt. Í könnun sem þessi frábæra nefnd hennar Sólveigar lét gera kom eftirfarandi fram: 70 % á nagladekkjum, 14% á heilsársdekkjum, 9% á ónelgdum og restin á öðrum. Hvað ætli að þessi þvílíki fjöldi sem er á nöglum haldi, að bíllinn stoppi á punktinum útaf nöglunum, ég held ekki. Svo var líka saltað slatta, ekki það að saltið virki neitt mjög í svona kulda.

Ökukennsla á Íslandi er undarleg. Alltaf þegar ég sé ökukennslubíl er kennarinn að blaðra í símann. Ekki mikil kennsla í því. Ég lærði á bíl í Þýskalandi, þar þurfti að taka mun fleiri tíma en hérna. Svo er fólk varla ekkert þjálfað við að bregðast við óvæntum aðstæðum. Til dæmis í hálku, maður sér suma, ekki með ABS, sem standa bara á bremsunni og bíllinn læsist og verður stjórnlaus. Einmitt þannig var keyrt aftan á mig í gær. 17 ára stelpa að tala í símann á Ford Fiestu panikaði þvílíkt fraus alveg, nelgdi niður, bíllinn rann stjórnlaust áfram og hún gat ekki stýrt framhjá mér (ég var stopp við kant). Ef stúlkukindinni hefði verið kennt þetta í ökukennslu hefði þetta kannski ekki gerst. Það vantar sárlega akstursbraut hérna, en t.d á einhverju litlu vatni við Úlfarsfell sem er búið að vera frosið lengi mætti prófa að láta nemendur að reyna að stýra bílnum í hálku. Það er ekkert gott að lenda í því í umferðinni að bíllinn læsist í fyrsta skiptið og svo panika greyin. Ég held að það ætti að kenna fólki meira hvernig bíllinn hagar sér.

Ökuprófin hérna eru einmitt öfug miðað við úti í Þýskalandi. Létt verklegt og erfitt skriflegt. Skriflegu prófin hér eru alltof erfið. þar er ekki málið að vita hversu mikið nemandinn veit heldur að láta hann falla í gildru, koma aftur og borga 2000 kall fyrir. Verklegu prófin er smá rúntur í 30 mín. Oft er ekki látið bakka í stæði, aldrei bakkað fyrir horn og bara ekið á malbiki. Í Þýskalandi eru verklegu prófin kvöl. En sá sem er búinn að ná því kann sitt hvað. Ekki bara að taka af stað, gefa stefnuljós og stoppa.

Og fyrst ég er kominn að Umferðarráði, hvað er málið með það? Og Útvarp Umferðarráð, Alltaf sama röflið í þeim “fólk er að aka of hratt”, “og það var bara maður sem var að stilla útvarpið(sennilega að stilla á e-ð annað en Útv.Umferðar.) og lenti á ljósastaur” “þetta er alls ekki nógu gott”. Sitja bara þarna og tuða og tuða en ekkert er gert í þessu. Ég held að það mætti leggja Umferðarráð niður í sinni núverandi mynd og stofna nýja öfluga stofnun, þar sem ekki eintómir vælukjóar eru við stjórnina.

Ég keyrði hringveginn í sumar, rvk-ak sá ég ekki neinn Löggubíl. Og hvað gera svona strákasnar einsog ég þegar engin lögga er og lítil umferð. Jú, ég fór að aka full greitt. Ég var á rúmlega 140 einn á breiðum malbikuðum vegi rétt hjá Akureyri, þegar ég sá löggugrey á Toyota 4Runner, og hvað gerði hún, ekki neitt. blikkaði mig einu sinni ekki! Ég var að sýna vítaverðan asnaskap og fékk ekki einu sinni eitt blikk Þó má segja að í Húnavatnssýslunni er löggan öflug, en hvergi annarsstaðar á landinu. Ekki skrýtið þótt verði banaslys ef fólk má nánast keyra einsog það vill.

Hvað haldið þið að sé lausnin, betri löggæslu, ökukennslu, betri vegi?? Eða hvað?