Ég hef tekið eftir því að flestir hérna á hugi.is/bilar eru meira fyrir þýska bíla en ameríska, ekki að ég sé neitt á móti því, heldur finnst mér það bara skrýtið, útaf því að þegar maður er úti á lífinu og bílar verða að umræðuefni (sem gerist nær alltaf:) þá virðast allir vera að fíla amerísku bílana, gömlu sem nýju, í tætlur, og þá heyri ég varla minnst á þýska bíla. Sjálfur er ég hlutlaus í þessu máli, allavegana í augnablikinu, því ég er að fíla báðar tegundir.
Aftur á móti heyri ég og les þær, tja, fullyrðingar, að þýskir bílar séu betri á flest allan hátt, hvort sem við kemur gæði, kraftur, útlit o.fl. og þetta finnst mér frekar lélegt, af því að, því sem ég best veit, þá voru amerísku bílarnir fyrstir á markað, þ.e.a.s. fyrstu fjöldaframleiddu bílarnir, og þóttu góðir.
Það sem ég er að grenslast fyrir með þessari grein, afhverju sjást amerískir bílar ekki lengur hér á landi og hvað hafa þýskir bílar framyfir þá?

Nú væri gaman að fá rökstudd svör

Kveðja,
mystic
nossinyer // caid