Helmunarvegalengd. Ég er orðinn frekar leiður á greininni efst á síðunni núna og nota því tækifærið að senda inn smá vangaveltur, ætlaði reyndar að senda þetta í gær en tölvan fraus þegar ég var að velja mynd :(

Allavega, ég fór að spá í hemlunarvegalengd þar sem að það er í rauninni það sem gerir bíl hraðskreiðann, bíll með öfluga vél en engar bremsur færi allavega ekki sérstaklega hratt yfir! Persónulega hef ég ekki hugleitt alvarlega að auka afl vélarinnar í bílnum mínum enda er hún mjög fín eins og hún er standard, hinsvegar hef ég hugleitt það mjög alvarlega að gera eitthvað fyrir bremsurnar.
Í undir húddinu er talað um helstu breytingar sem menn geta gert á bremsum og það varð til þess að ég fór að velta þessu fyrir mér aftur og fór líka að spá í hver væri eiginlega hemlunarvegalengd helstu bifreiða sem maður þekkir.

Ég komst að því að bimminn á að ná að stöðva úr 100kmh niður í núll á 36 metrum. Það sagði mér sosem ekki mikið nema það að mér fannst það alveg ókei og nokkuð nálægt þeirri tilfinningu sem ég hafði fyrir hemlunarvegalengdinni, auðvitað er þetta mjög háð aðstæðum, fjöðrun og hjólbörðum og slíku en maður getur alltaf miðað við eitthvað. Á heimsíðum erlendis eru margir sem hafa “upgrade-að” bremsurnar á bílunum sínum og vinsælast er að setja bremsur af Porsche bílum undir. það kostar hinsvegar formúgu og er ekki fýsilegur kostur fyrir mig, það er heldur ekki bara það, ávinningurinn er mjög lítill. Fyrir það fyrsta styttist hemlunarvegalengdin ekki endilega og í öðru lagi þá gæti hún hreinlega lengst miðað við þær aðstæður sem maður er oftast að nota bílinn. Þessi breyting að setja Porsche bremsur undir bílinn (bara að framann) miðar nefnilega að því að minnka brake fade t.d. í akstri á kappakstursbraut, þar eru þær betri. Og þar sem engin er slík brautin hér heima þá er þetta eiginlega fallið um sjálft sig. Í bremsuklossum er mjög lítið framboð, reyndar hef ég ekkert fundið, af bremsum sem miða að því að draga úr hemlunarvegalengd í við algengustu aðstæður eins og í bæjarumferð. Og með tilliti til að ég hef aðeins einu sinni náð að láta bremsurnar dofna (það var út á kvartmílubraut, og já ég fékk leyfi og nei, ég var ekki á nöglum) og það var eftir sirka átta ferðir þar sem ég bremsaði alltaf nokkuð rösklega eftir hverja ferð… þá er niðurstaðan sú að eina sem ég get gert fyrir bremsurnar á bílnum mínum er að mála klossana í einhverjum flottum lit! Það geri ég reyndar ekki ;)

En það er ekki mikið hægt að gera í þessum efnum einfaldlega vegna þess að miðað við þær aðstæður sem eru í boði hér heima myndu breytingar ekki skila neinum árangri.

Ég fór líka að spá (maður er alltaf að bera saman bíla og sjá hvar maður stendur) hver hemlunarvegalengd helstu bíla hér heima er og hér á eftir koma nokkur dæmi. Það væri líka gaman ef menn myndu kannski reyna að sannreyna þessar niðurstöður sem eru náttúrulega hávísindalegar, en maður fengi kannski einhverja viðmiðun.

Honda NSX 37.3 metrar
Audi TT 35.77
Camaro Z28 SS 36.69
Dodge Viper 42.2!!!!
Honda S2000 34.86
Mercedes Benz E55 36.39

Og athyglivert er að Porsche 911 og Volvo C70 eru með sömu helmunarvegalengd og Honda S2000, það er jafnframt stysta vegalengdin.