<img
src="http://www.pistonheads.com/fastcars/images/Proj ectFig
hter03.jpg" >
Hér fylgir grein sem ég rita um einn mjög sérstakan bíl frá
einum af minni ´sjálfstæðu´ bílaframleiðendum Bretlands.
Fighter, Bristol Fighter.(eins og í Bond, James Bond.)

Það fyrsta athyglisverða með þennan bíl er afstaða hans
gagnvart loftstreyminu. Það sem flestir gera í þessum málum
er að nota streymið í að ýta bílnum niður (mynda
“downforce”)og þannig gefa honum betra grip í beygjum.
Afstaða Bristols í þessum málum ættu að hafa einhverja
þýðingu því þeir framleiddu einnig flugvélar. Eins og einhver
hér tók eftir heitir einn bílinn Bristol Blenheim sem einmitt var
flugvél.
Sem sagt, afstaða þeirra er að ef loftstreymið hefur áhrif á
bílinn (t.d. þrýstir honum niður), getur það haft slæm áhrif í
vindhviðum. Það sem sóst er eftir hjá Bristol er að bíllinn
hvorki ýtist niður né lyftist, og gerir hann það ekki einu sinni í
hraða yfir 200Mph. Vindur hefur lítil sem enginn áhrif þótt að
bílnum sé ekið á 200 Mph og lendi í 50Mph hliðar vindi. Þetta
var allt prófað með mörgum tilraunum í vindgöngum.
Loftmótstaða Fightersins er minni en hjá öllum þekktum
keppinautum.

Bíllin er tveggja dyra bíll með vélina frammí og drif að aftan.
Hann er líka sjálfskiptur (ég hefði haldið að það væri bann á
sportbíl?).
Svo eru líka Gullwing dyr á græjunni (þær opnast semsagt
upp). Og hafa þeir reynt eftir bestu getu að gera bílinn ekki
bara að helgarleikfangi með góðri fjöðrun og stífu boddíi,
heldur hafa þeir einnig gert hann ´borgarvænan´, þannig að
hann komist yfir hraðahindranir óskaddaður. En þeir passa
þó að hann verði aldrei of mjúkur eða linur.
Þrátt fyrir V10 vélina og nægt pláss inní bílnum er hann ekki
stærri enn 911.

Jæja, Vélin. V10 vél úr áli, (Dodge Viper vélin, er mér sagt)
kreistir nú 525 hö og torkar 525 lb/ft. Og segja þeir eyðsluna
litla vegna þess hve hátt gíraður hann er, og líka vegna
loftmótstöðu.
Þeir hjá Bristol hafa reyndar aðra afsökun fyrir hve lítill
öryggisbúnaður er í bílnum, s.s loftpúðar og krumpusvæði,
þeir segja einfaldlega. “Það dugar ekki þegar er keyrt svona
hratt….” hvað um það…
Svo að lokum verðið, vægar 17.5 millur.. ay caramba


Lokaorð um þetta allt.
Þetta eru athyglisverðar hugmyndir sem þeir hafa um
loftstreymið, svo hvort það virki í raun, eða hafi áhrif yfir höfuð,
kemur í ljós þegar bíllinn verður frumsýndur.
Var áætlað að frumsýna hann í lok síðasta árs, við bíðum enn
spennt….

Takk fyrir mig og segið eitthvað af viti… :)
Kodak


Heimildir hef ég af www.Bristolcars.co.uk, og
www.Pistonheads.com
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil