Myndakeppni Sæl öll.

Ég var búinn að ræða við Charley og okkur datt í hug að hafa smá myndakeppni og sjá svo hvernig þetta fer fram. Ef þetta fer vel þá er það vel í stöðunni að halda fleiri.

Þema fyrir þessa keppni verður “Flottasti framendinn”

Eftirfarandi skilyrði eru sett fyrir þá sem vilja senda inn mynd:

1. Keppnistímabil verður frá 20. ágúst og stendur til sunnudagsins 31. ágúst. Myndin verður að vera tekin á þeim tíma.

2. Notandi verður sjálfur að taka myndina, en ekki fara á veraldarvefinn og finna mynd þar. Ef myndir af netinu koma inn til okkar verður þeim eytt án skýringar.

3. Ekki má sjást í bílnúmer bílanna. Myndir sem sýna bílnúmer bíla verður eytt án skýringar.

4. Myndin þarf að vera merkt titli og keppni. Dæmi: “Framendinn minn - Myndakeppni”

5. Hver notandi má aðeins senda inn eina mynd.


Nú er bara að vona að sem flestir taki þátt. Vinsamlegast bið ég ykkur að virða þessar reglur og fara eftir þeim. Því fleiri myndir því skemmtilegra.

Allar myndir verða svo samþykktar á sama tíma, þ.e 1. september. Í kjölfarið kemur skoðannakönnun þar sem þið eruð einfaldlega beðin um að kjósa Flottasta Framendann, ekki flottustu myndina eða skemmtilegasta notandann.

Með von um góða þátttöku,
Stjórnendu