http://www.fva.is/~david/pic0001.jpg

þetta mætti kalla framtíðaráætlun mín. ég er búin að kaupa þessa framhátalarana og nota þá núna sem bakhátalara og er með Aiwa mp3 player en ætla mér að kaupa nýja Pioneer mp3 playerinn ef hann verður ekki of dýr.(kemur á markað í Febrúar)

allt pioneer dótið verður keypt í fríhöfninni nema bassakeilan hún verður keypt hjá Ormsson. og svo víradraslið og þéttirinn hjá Aukaraf.

ég er ekki alveg búin að ákveða mig hvort ég ætla mér að smíða box utan um keiluna eða hafa hana free-air í head-rackinu. held samt ég endi með að smíða box.

Bakhátalarnir verða í head-rackinu og mun ég smíða box niður úr henni svo keilan trufli þá ekki.

Framhátalarnir verða staðsettir í hurðunum en þar sem holurnar eru ekki nógu stórar mun ég sennilega þurfa að saga eitthvað úr fyrir þeim, langar dáldið að saga út dáldið stórt gat og koma fyrir MDF plötu þar svo þeir verða betur festir og mun ábyggilega sánda betur.

eh, magnararnir og þéttirinn verða sennilega festir á bassaboxið eða ég smíða sér plötu fyrir það.

Síðan hef ég ætlað mér að taka bílinn smá í sundur sérstaklega á aftann og við hurðar og gólf og hljóðeinangra hann, (dáldið vegahljóð).

ég mun nota Active filterana á báðum mögnurunum þannig fram og aftur hátalarana keyra 70 hz og uppúr og keiluna á 80 hz og niðurúr. hef hugsað mér að hafa það svoleiðis en það gæti breyst eftir því hvort það hljómar ágætlega eða ekki. ég veit ekki hvort það séu LPF og HPF filterar í head unitinu þar sem ekkert hefur verið gefið upp neitt Details um þennan spilara en ef það eru þá mundi ég hugsa mér að nota þá.

ég er líka mikið að spá hvort það sé nauðsynlegt að hafa þessa bakhátalara, ég veit að það sé ábyggilega betra fyrir þá sem eru aftur í en það er hætta á því að sándið bjagist eitthvað, En einsog er á mörkum nýjun head unitum frá Pioneer þá er hægt að stilla svo mikið hljóminn eins og t.d hvað hljóðið er lengi að berast til bílstjórans og svo framvegis.

áætlaður kostnaður á þessu öllu saman verður u.þ.b 120 þús og þá á eftir að reikna með nýja Pioneer mp3 spilarann.

Segið mér endilega hvað ykkur finnst. og hvort það sé eitthvað sem ég þarf að laga eða breyta.