Tilkynning barst frá Porche þann 16.Júlí 2007 að þeir væru að hefja framleiðslu á einum „Sjúkasta“ 911 bíl sem sést hefur þessi bíll kallast 911 GT2 og er einn kraftmesti „Street legal“ bíll sem komið hefur á markaðinn hann er útbúinn Twin turbo 6 cylindra 3,600 cc Vél sem er að skila litlum 530! Hestöflum við aðeins 6500 snúninga og er að skila 505 lb-ft í Torque milli 2200 og 4500 snúninga,
Þessi bíl fer frá 0 uppí 100 km hraða á einungis 3,6 Sek! og uppí 161 km hraða á aðeins 7,4 sek! Og þurrvigtin á þessum bíl er 3,175 Lbs sem er e-ð í kringum 1 tonn. Það má með sanni segja að Porche menn hafi aldeilis staðið sig vel með þennan bíl vegna þess að það er einstaklega erfitt að finna galla við þennan frábæra bíl annað en verðið að sjálfsögðu en hann er til sölu í Bílabúð Benna á litlar 29,3 Miljónir. En það hefur verið lögð mikil rannsóknarvinna í þennan bíl til þess að gera hann einsog hann er en loftmótstaða er lítil sem engin allir hlutir í bílnum eru eins léttir og hægt er að hafa þá og einnig er þessi bíll MJÖG öruggur en í honum eru loftpúðar í stýri og hliðum, veltigrind og sérstyrkt „skel“ í kringum bílstjóra og farþega það eru körfustólar og 4 punkta belti og ökumaður situr lágt í bílnum og hefur frábært útsýni til allra hliða, Fjöðrun og bremsur eru sérhannaðar fyrir mikinn hraða og góða aksturseiginleika og það eru breið og stór dekk undir honum fyrir sem mest grip,

Þeir í bílabúð Benna vildu því miður ekki leyfa greinarhöfundi að setjast inní bílinn en það sem ég gat séð inn um gluggana var frábær hönnun porche merkið var allsráðandi á stýri og sætum rúskinn er á sætum, gírstöng,stýri og á hurðum og leður á allri innréttingu og burstað stál það var ekkert sem sagði „ódýrt“ á þessum bíl heldur öskraði allt „Gæði“ þegar horft er á bílinn sjálfan sér maður að þessi bíll er gerður fyrir HRAÐA hann er mjög straumlínulagaður og sportlegur í útliti þessi Stóru dekk setja mikinn svið á bílinn sem og þessi stóru loftinntök á hliðum bílsins, vígalegur spoiler hvílir svo á afturhlutanum, það eina sem ég get í rauninni sagt er „sjón er sögu ríkari“ og ég væri svo sannarlega til í að gefa hægri handlegginn til þess að fá að taka í þetta skrímsli (reyndar væri kannski erfitt að keyra hann einhentur en þið skiljið hvað ég meina) og ef ég hefði fjárhaginn í að splæsa í einn slíkan myndi ég ekki hika við það því miður get ég ekki komið með mjög ítarlega grein um þennan bíl að sökum þess að ég fékk ekki að prufa hann né að setjast inní hann, en það er sko alveg hægt að segja að Porche menn hafi aldeilis hitt naglann á höfuðið þegar þessi rúllaði útaf teikniborðinu og það er alveg ljóst að þeir eru bara rétt að byrja….

hérna er síðan linkur inná Official síðuna fyrir Gt2 : http://flash.porsche.com/microsite/911gt2/flash/default.aspx?language=en-us&market=PCNA&pool=usa&browser=other&instance=747&variant=&section=&showintro=true&bandwidth=dsl&width=1005&height=415&specialguest=0