Cadillac Allante.... Ég sá nokkuð merkilegan bíl núna í vikunni. Mér datt í hug að leyfa upplýsa ykkur um hvaða bíll það er og hversvegna mér finnst hann merkilegur.

Ég sá þennan bíl fyrst í bíómyndinni Tango and Cash með Kurt Russel og Sylvester Stallone, fannst bíllinn virkilega flottur þá.
Síðan sá ég þennan bíl fyrir utan Eiðistorg í vikunni…. lítll heimur. Þetta vakti áhuga minn því eftir því sem ég best veit þá var þessi bíll handsmíðaður af Lamborghini (eða Maserati) verksmiðjunum í mjög takmörkuðu upplagi. Mig minnir líka að hann hafi verið hannaður af Pininfarina og ég veit að þessi bíll var mjög dýr af Cadillac að vera þegar hann var nýr. Hann var borin saman í verði við sl bílana frá Benz og 8 línuna frá BMW.

Ég fór náttúrulega á netið og ætlaði mér að finna einhverjar upplýsingar um þessa bíla, en það er asskotinn ekkert að hafa þar, ég veit að hann er með 4.5 lítra V8 northstar vél og er eitthvað um 170 hestöfl, semsagt engin sérstök kraftakerra. Hann hefur fengið mjög misjafna dóma frá eigendum þar sem sumir elska'nn en aðrir elska að hata'nn. Það viðist þó vera sameiginlegt álit að þetta sé álíka gallagripur og flestir aðrir amerískir bílar með rafmangsbilanir og umdeilanlega aksturseiginleika.

Útlitið var þó nokkuð ferskt og óneitanlega var þetta flottur Cadillac, sérstaklega sem blæjubíll.

Þetta er það sem ég komst að.

Hann kom á markað 1987, athyglisvert er að í hann var notað þýskt stál, svissneskt ál, frönsk efni í innréttingar og áklæði og ítölsk hönnun í yfirbyggingu. Með öðrum orðum, til að gera góðan amerískan bíl þarf að láta einhverja aðra gera hann.

þetta er framhjóladrifinn V8 bíll??? með nógu stór skott fyrir tvo golfsett (skiptir öllu máli) og hann er tveggja sæta. Það voru smíðaðir 2569 bílar og hann kostaði tæplega 60 þúsund dollara þegar hann var nýr, það var allt mögulegt gert til að gera þetta eins “grand” og hægt var, engin aukabúnaður fáanlegur, nánast allt innifalið og honum fylgdi 7 ára ábyrgð eða 160 þúsund kílómetrar.

Hér heima hefur semsagt einhver flutt inn þennan nokkuð merkilega bíl, ég er þó ekki spenntur fyrir honum lengur… en þetta er merkilegur bíll þrátt fyrir allt í sögu Cadillac.