BMW Z5 Það er bókstaflega allt að verða vitlaust hjá grei þjóðverjunum í Munchen núna. Njósnamyndir af nýjum coupe bíl frá BMW nefndum Z5 hafa lekið út og lofa nokkuð góðu og hafa menn sagt um bílinn “lítill sem þristur, sterkur sem fimma”.
Enn sem komið er eru upplýsingar um bílinn fremur takmarkaðar en af þeim að dæma eru BMW menn á einhverri allt annarri bylgjulengd með þennan bíl en nýju 6 línuna, því samkvæmt því sem liggur fyrir á bíllinn einungis að vega 1000kg. Vélbúnaður bílsins er ekki kominn á hreynt ennþá en minnst var á 2.2 lítra 240 ha vél, sem er ekki síður byltingarkennt.
Kunnugir menn segja að með þessum bíl sé BMW að leita aftur til ársins 1940 og hugmyndabíls þess tíma BMW 328 coupe en einungis voru smíðuð 2 eintök af þeim bíl.
Talað er um að bíllinn muni kosta einhverstaðar í kringum DEM 60.000, ef maður slær því inn í innflutningstöflu fyrir notaða bíla fæst verð uppá rúmlega 5milljónir.

Heimild, www.autobild.de

!W!
-Herra Stór!