BMW M5 E34. Það er náttúrulega löngu kominn tími á að maður hendi inn grein um þennan bíl, en það má líta á þessa grein sem þá fyrstu, einskonar inngangsgrein, um minn uppáhaldsbíl.

BMW M5 leit dagsins ljós árið 1984 og var fimm sæta, fernra dyra, sedan bíll sem helst var líkt við 8 strokka Porsche 928 í karakter. Vélin kom úr M1 og var 286 hestöfl eins og áður hefur komið fram. Þetta var 3.6 lítra vél handsmíðuð og þróuð af M deild BMW fyrir BMW M1. Sá bíll var hannaður með kappakstur í huga en var útilokaður frá keppni með reglubreytingum og keppti því eingöngu í eigin flokki. Vélin var því upprunalega hönnuð sem kappakstursvél.

Fyrsti M5 bíllin var sannkallaður úlfur í sauðagæru, hann var t.d næstum eins og 535i en hafði allt annað performance.

E34 bíllinn kom á markað 1988, þá með nýju boddí og með 315 hestafla vél. þá þótti þetta agaleg kerra, fimm manna bíll með Performance á við Ferrari. Til að setja þetta í samhengi fyrir fólk þá er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að árið 1988 þegar heppinn eigandi fjárfesti í BMW M5 þá kostaði hann það sama og Ferrari 328 GTS, hann var með öflugri vél, 315 hestöfl á móti V-8 260 hestafla vél Ferrari bílsins, hann var líka álíka snöggur, en uppgefnir tímar fyrir þessa bíla eru 6.5 fyrir Bimman og 6.0 fyrir Ferrari 328 GTS. M5 bíllinn var iðulega að ná tímum fyrir neðan sex hjá bílablöðunum og var almennt talinn jafn snöggur og Ferrari-inn en auk þess þá var hann með stórt skott, fimm manna og mun þægilegri. Báðir bílarnir voru smíðaðir á svipaðan hátt, settir saman af hópi sérfræðinga, þeirra færustu sem völ var á í heiminum. M5 var meira að segja með hærri hámarkshraða en Ferrari 328!

1992 fékk M5 enn fleiri hestöfl og voru þau nú orðin 340 úr 3.8 lítra vélinni. Hann varð einnig fáanlegur með 6 gíra kassa skömmu síðar til að ná fram minni eyðslu á háhraða keyrslu (og minni hávaða)og Nurburgring fjöðrunarkerfi, einnig var hægt að fá hann í Touring útgáfu ((skutbíll)fæ mér svoleiðis næst). Og enn þann dag í dag er það hraðskreiðasti “fjöldaframleiddi” skutbíll í heimi, ég held að AMG hafi ekki gert slíka útgáfu af E55 ennþá þó það sé hægt að fá slíka bíla hjá aftermarket fyrirtækjum.

Það sem heillar mig mest við þessa bíla er hve látlausir þeir eru. Þú færð mjög rúmgóðan bíl sem hentar fjölskyldunni fullkomlega. Í umferð vekur þessi bíll sáralitla ef nokkra eftirtekt, hann getur á góðum degi staðið í Impreza GT og ef löggan sæi spyrnuna myndu þeir örugglega stoppa Imprezuna frekar! Þú færð bíl með air con, leðri, cruise, rafmagni í öllu mögulegu og ómögulegu, hljóðlátan bíl og rífandi kraft í ofanálag, hver gæti beðið um meira.

Í nýjustu útgáfu er þessi bíll með V8 mótor og orðin 400 hestöfl. Hann er ekki lengur handsmíðaður heldur rennur af framleiðslu línunni eins og hver annar BMW gerir í dag. Því finnst mér nýji M5 hafa tapað nokkru af þeim sjarma og karakter sem þeir gömlu höfðu…. þetta er bíll sem maður verður virkilega hrifinn af og maður fyrirgefur honum alla dynti, ekki það að þeir séu meiri en í einhverjum öðrum bíl, en eftir fjögurra daga fjarveru frá bílnum er maður virkilega farin að sakna hans.

Hver einasta bílferð, hvort sem það er innanbæjar eða utanbæjar, í snjó, bleytu eða þurru, verður að skemmtiferð. Hver einasta beygja veitir manni ánægju, hver einasta gírskipting er unun og ef þú botnar hann þá sprettur alltaf fram á manni sviti!

Víða um heim eru þessir bílar mikils metnir vegna þessa fjölbreytta karakter sem þeir bjóða upp á. Þeir eru langflestir mjög mikið eknir og rúlla næstum endalaust. Ég veit um dæmi um 1986 módel af bíl sem er kominn vel yfir 600 þúsund kílómetra og er ennþá notaður um hverja helgi sem track car. Margir eru á sínum öðrum eða þriðja bíl og virðast ekki geta fundið neitt annað sem þeim líkar við. Þetta er líka súperbíll blanka mannsins, hann kostar miklu minna en Ferrari 328 GTS gerir í dag, en hefur svipað perfomance, það voru reyndar framleiddir rétt rúmlega 6 þúsund Ferrari 328 á móti tæplega 12 þúsund M5 E34, og sennilega eru færri Ferrari bílar eftir.

Þegar á allt er litið þá sé ég ekki eftir stökkinu í djúpu laugina og mun sennilega sjást í grunnu lauginni á næstunni.

M5 rúlar!