Ákveðið hefur verið að endurvekja gömlu 6-seríuna í herbúðum BMW. Áætlað er að tækið komi á markað árið 2003 með 3.0 6cyl línuvél og 3.5 og 4.5 V8 mótorum, hann verður fáanlegur bæði sem blæjubíll og “coupe”. Árið 2004 byrjar svo gamanið fyrir alvöru en þá er stefnan tekin á 5 lítra V10 mótor sem á að skila ekki minna en 450 hö og ber vagninn heitið M6 í þeim búningi. Þessi sama V10 vél mun líka prýða næstu kynslóð M5, en nýja 6 línan notar stytta útgáfu af undirvagni nýju 5-línunnar. M6 bílnum er stefnt til höfuð Porsche 911 og þar sem ekki er verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur í þeim efnum hafa BMW menn fleira en bara gríðarlegt afl, bíllinn verður einnig með SMG raðskiptum gírkassa (sequential gearbox) sama og M3 CSL, “multilink rear axle”, og “brake-by-wire”.

!W!
sjá meira á www.evo.co.uk
-Herra Stór!