Subaru er einn vinsælasti bill á Íslandi. Margir vel heppanir bílar hafa slegið í gegn hjá landanum, s.s. 1800, Legacyinn og Imprezan. Þessir bílar virðast vera ódrepandi og margir 1800 bílar komnir vel yfir 300.000 km. Það er aðeins eitt sem drepur þessa bíla en það er ryðið.
1800 bíllinn var þekkt ryð vandamál, bæði vegna þess að flóðabílar komu til landsins og líka það að grunnurinn var of þunnur á árgerðum 1985-1989, en svo sagði mér maður hjá IH.

Jæja, allir sögðu að þetta myndi lagast með Legacyinn, en það er svo sannarlega ekki. Legacy 90-93 eru mjög ryðsæknir bílar segir fagmaður mér. Fyrst brettin, svo koma bólur í hlerann og lok steypist bíllinn allur útí ryði. Þú sérð ekki 93 Corollu ryðgaða en vel hirtur Legacy 93 ekinn tæp 100.000 sem foreldrar vinar míns eiga og hafa átt frá upphafi er kominn með bólur og mikið ryð í brettunum að innan. Þetta er þeim áfall þar sem bíllinn var dýr þegar hann var nýr, og þau völdu frekar Subaru heldur en Toyotu.

Næst nýjasta Legacyinn sem kom 1994 kemur vonandi betur út en mér er sagt að þeir séu ekkert ryðvarnarlega byggðir betur.

En Imprezan stendur sig vel, koma að vísu ryðblettir á þakinu og í kringum framrúðuna og undir afturgluganum á wagon bílnum.

Þessar upplýsingar hef ég frá vini mínum sem vinnur á verkstæðinu hjá IH og viðurkennir þetta.

EN er þetta ekki bara eitthvað klikk í ryðvörninni þegar bílarnir eru nýjir. Nú eru bílar frá IH ryðvarðir annarsstaðar en flestir aðrir.

Og að lokum þá fór ég inn í IH og skoðaði þar í nýja bíla sýningasalnum Forester Túrbó, af gömlu týpunni.(einhver smá anlitslyfting en samt mikið flottari eftir breytinguna) Fór svo að spyrja sölumanninn afhverju þeir væru ekki með nýju týpuna sagði hann : “þetta er nýjasta týpan því að þeir ákváðu að framleiða Túrbó bílinn eftir gömlu týpunni”,BULL veit um 1 árs gamlan Forester Túrbó frá IH af nýju týpunni hjá Toyota til sölu. Reifst lengi við sölumannin sem gaf sig ekki og einhver kerlingarsölumaður sem blandaði sér í málið sagði þetta vera svona, þá ofbauð mér og fór.
OH.