Þetta er gaman að sjá, þar sem að ég er mikill Lancer fan og rakst á þennan öfga, ofur, Ultra og súpertjúnnaða Lancer Evo.
Sem er hvorki meira né minna er 580 hestöfl. Þeir Juku slagrýmið úr 2000 í tæp 2200. Létu aðra túrbínu Trust TD06SH. Trust Prototype Version 2 púst, Þriggja laga intercooler, utaná liggjandi olíukæli. Og 90mm títaníum pústkerfi.
Það sem að þeir eru að gera við þennan bíl er einföld snilld, þeir eru búnir að brjóta þarna niður 400 hestafla múrinn og komnir með hann í tæp 600. Þetta er alveg ótrúlegt. Við erum að tala um að þessi bíll mun RÚSTA JÁ R-Ú-S-T-A. 911 turbo þar sem að þessi bíll er í kringum 1100 kíló á þyngd. (þetta er áætlað). En svo hafa þeir bætt líka loftflæði bílsins, “að sjálfsögðu”. Það sem að ég vildi sjá meira á Íslandi er Evo. Það er sorglegt að Hekla skuli ekki gera meira úr þessum bílum sem og Eclipse og VR4. En eins og við vitum þá hefur Eclipse verið fluttur inn villt og galið framhjá umboðinu. Það sorglega við Heklu er það að þeir gera ekki mikið úr MMC. Þeir gera mest úr Pajero og Galant. Hinir bílarnir fara algjörlega í skugga af VW.

En meira um hinn bílinn.
17" Yokohama álfelgur og dekk, Brembo bremsusystem, Bride Zeta II Neos sæti með Sabelt five-point belti, Fittipaldi Personal sýri.
Vélstýribúnaður JUN Sports Computer ECU; GReddy PRofec-B boost.

Þessi bíll er einskær snilld. Og ég mæli með því að þið skoðið þennan bíl. Hérna er snilldarlinkur sem ofurhugarnir ættu hiklaust að láta sem link. http://www.overboost.com/story.asp?id=415

Þeir eru með marga aðra bíla sem þeir ofurtjúnna. Það sem gerir svo punktinn yfir i-ið er þessi sítrónuguli litur með limegrænum röndum. Og Evo spoilerinn er algjörlega farinn og spoilerinn sem kom í staðinn minnir ekki neitt á þennan eina sanna EVO.

En það skiptir engu þar sem að Evóið er nánast farið, það helsta sem er eftir er boddíið, vélin og gírkassinn. Spurning með þennan kassa því að hann er 5 gíra en búið að eiga við tannhjólin.

Því miður gat ég ekki tekið eftir hvort að það hefði verið einhver tími, hámarkshraði og upptak.

Njótið vel og reynið að finna Lancer sem er með meiri hestaflafjölda en þessi. Og þetta er ÁSKORUN!!!

DO YOUR BEST!!