Hafið þið lent í jeppamönnum og jeppakonum sem finnast þau gjörsamlega eiga götuna.
Ég lenti í einum um daginn þar sem að hann tók frammúr mér á Vesturlandsvegi og ekkert meira með það.
Á nýju ljósunum, Vesturlandsvegur - Grafarvogur. Dálítið eftir þessi ljós fannst mér þeir fara hægt þannig að ég gaf í og tók frammúr honum og hann flautar, á ljósunum inná Suðurlandsveg liggur hann á flautunni. Ég var orðinn mjög pirraður og þið skuluð ekki taka mig til fyrirmyndar þannig að ég bíð eftir gulu beygjuljósi og gef í. Helvítið eltir og ég gef þá bara meira í og sting hann af. Lendi ég svo á ljósunum fyrir ofan Breiðholt og hann hrækir á hliðarrúðuna og svo eigum við smá samtal þar sem að hann segir að það sé eitthvað að mér og ég spyr hann hvort að hann sé eitthvað of góður maður til að taka frammúr og segji að hann sé nú ekki heldur of þroskaður þar sem að hann hrækti á gluggann hjá mér.

Ég hef oft lent í þessu að jeppamenn sem eiga veginn taka frammúr manni og það er allt gott en svo hægja þeir á sér, svo að hraðinn sem maður var að dúlla sér á er kominn niður fyrir 20 kílómetrahraða. Þannig að maður tekur frammúr til að halda sínum dútl hraða. Þá er undantekningarlaust. Gefa þeir í annaðhvort til að reyna að halda manni fyrir aftan eða reyna að taka frammúr aftur og hægja svo aftur á sér.

Ég hef oftar en einu sinni lent í því að jeppakonur og karlar. Séu síblaðrandi í síma (ekki með handfrjálsum) og tefi mikið fyrir manni og svíni fyrir mann. Þetta finnst mér óþolandi og mér finnst að fólk á svona stórum bílum læra það að þeir lúta sömu lögmálum og við hin og þetta er óafsakanleg hegðun.